spot_img

Fjölbreytt dagskrá Bransadaga RIFF

Dagskrá Bransadaga RIFF, sem standa frá 3.-7. október, hefur verið opinberuð.

Dagskránni, sem skoða má hér, er skipt eftir þessum flokkum: Pallborðsumræður, meistaraspjall, opnir sérviðburðir og aðrir viðburðir. Hægt er að kaupa misdýra passa hér, en sumir viðburðir eru ókeypis.

PALLBORÐSUMRÆÐUR

Ráðhús Reykjavíkur 4.10. kl. 9:30
Teiknum upp framtíðina: Samþætting tækni og teiknimynda
Pallborðsumræður um þær sviptingar sem eru að eiga sér stað í teiknimyndagerð með tilkomu gervigreindar og hvernig teiknimyndagerð fyrir fullorðna er að aukast. Fram koma m.a. Gísli Darri Halldórsson, Sara Gunnarsdóttir og Vladimir Leschiov.

Ráðhús Reykjavíkur 4.10. kl. 11:30
Sögur sem hafa áhrif: Áríðandi málefni í gegnum linsu kvikmyndanna
Umræður milli ólíkra kvikmyndagerðarmanna sem öll eiga það sameiginlegt að gera myndir sem fjalla um samfélagsleg málefni. Fram koma Luc Jacquet, Hrafnhildur Gunnarsdóttir, Emile Hertling, Alexia Muiños og Benjamin Shapiro.

Ráðhús Reykjavíkur 4.10. kl. 14:00
Gervigreind og kvikmyndatónlist: Blessun eða bölvun?
Umræður milli tónskálda og fagfólks í tónlist um vinnuumhverfi tónskálda, réttindamál, tilkomu gervigreinar og fleira. Fram koma m.a. Herdís Stefánsdóttir og Þorleifur Gaukur Davíðsson.

Ráðhús Reykjavíkur 5.10. kl. 9:30
Einn tveir og dreifing! – Spjall um kvikmyndahátíðir og dreifingu á alþjóðavísu
Umræður sérstaklega miðaðar að ungu og upprennandi kvikmyndagerðarfólki um ferlið sem tekur við eftir að kvikmynd er fullkláruð og fer í sölu og dreifingu á kvikmyndahátíðir. Fram koma Christian Jeune, yfirmaður kvikmyndadeildar Cannes kvikmyndahátíðarinnar, Maud Amson, stjórnandi frá Marche du Film, stærsta kvikmyndamarkaði í heimi, Alessandro Raja, forstjóri og meðstofnandi FestivalScope, Bruno Muñoz, yfirmaður stuttmyndadagskrár Cannes, og Fredéric Boyer, dagskrárstjóri hjá RIFF.

Ráðhús Reykjavíkur 5.10. kl. 11:00
Frönsk-íslensk meðframleiðsla: Alþjóðleg kvikmyndaframleiðsla í kjölfar heimsfaraldurs
Pallborð um meðframleiðslu, með fókus á Ísland og Frakkland og þær áskoranir sem hafa komið upp í kjölfar heimsfaraldurs og hvernig finna má lausnir á þeim. Fram koma m.a. Michel Plazanet frá CNC, Gísli Snær Erlingsson, forstöðumaður KMÍ, Baltasar Kormákur, leikstjóri og framleiðandi, og Anton Máni Svansson, framleiðandi.

MEISTARASPJALL VIÐ HEIÐURSGESTI

Slippbarinn 29.9. kl. 10:30
Meistaraspjall: Nicolas Philibert
Stjórnandi: Helga Rakel Rafnsdóttir

Háskólabíó 29.9. 18:50
Ítarlegt spjall: Nicolas Philibert, eftir myndina On the Adamant.
Stjórnandi: Helga Rakel Rafnsdóttir

Ráðhús Reykjavíkur 3.10. kl. 16:00
Meistaraspjall: Luc Jacquet
Stjórnandi: Sverrir Norland
Hluti af Málþingi RIFF og BIODICE

Háskólabíó 3.10. 20:20
Ítarlegt spjall: Luc Jacquet, eftir myndina Antarctica Calling.

Ráðhús Reykjavíkur 4.10. kl. 15:30
Meistaraspjall: Vicky Krieps
Stjórnandi: Arndís Egilsdóttir

Háskólabíó 4.10. kl. 19:20
Ítarlegt spjall: Vicky Krieps, eftir myndina Corsage.
Stjórnandi: Arndís Egilsdóttir

Norræna húsið 5.10. kl. 17:00
Meistaraspjall: Isabelle Huppert og Luca Guadagnino.
Stjórnandi: Frederic Boyer

Háskólabíó 5.10. kl. 19:10
Ítarlegt spjall: Luca Guadagnino, eftir myndina Call Me By Your Name.

Háskólabíó 6.10. kl. 18:30
Ítarlegt spjall: Isabelle Huppert, eftir myndina Sidonie in Japan.
Stjórnandi: Vera Sölvadóttir

OPNIR SÉRVIÐBURÐIR

Norræna húsið 2.10. kl. 16:00
Opið samtal við Gísla Snæ Erlingsson
Nýr forstöðumaður Kvikmyndamiðstöðvar Íslands, Gísli Snær Erlingsson, mun sitja fyrir svörum á RIFF þann 2. október kl. 16:00 í Norræna húsinu og m.a. ræða sína framtíðarsýn stofnunarinnar. Fulltrúar fagfélanna spyrja hann spjörunum úr og spjallinu stjórna Anton Máni Svansson, Margrét Örnólfsdóttir, Ragnar Bragason og Steingrímur Dúi. Frír viðburður sem fer fram á íslensku.

Ráðhús Reykjavíkur 3.10. kl. 16:00
Málþing RIFF og BIODICE
Meistaraspjall við Luc Jacquet og í kjölfarið hefst málþing um áhrif kvikmynda á verndun líffræðilegrar fjölbreytni og loftslagsbreytinga í samstarfi við BIODICE, samtök stofnana sem vinna að eflingu og skilningi líffræðilegar fjölbreytni á Íslandi. Umhverfisráðherra, Guðlaugur Þór Þórðarson, mun afhenda Luc Jaquet umhverfisverðlaun RIFF, Græna lundann, fyrir framlag sitt til umhverfismála og kvikmyndagerðar. Viðburðurinn er opinn öllum og frítt er inn. Fram koma m.a. Luc Jacquet, Guðlaugur Þór Þórðarson, Andri Snær Magnason, Hafdís Hanna Ægisdóttir og Unnur Björnsdóttir. Fundarstjóri: Sverrir Norland.

AÐRIR VIÐBURÐIR

Ráðhús Reykjavíkur 6.10. kl. 16:00
RIFF Talks
Ungt og efnilegt kvikmyndagerðarfólk kemur fram og heldur stutta tölu í anda TEDxTalks, með það fyrir augum að veita kvikmyndanemum og ungu kvikmyndagerðarfólki innblástur. Meðal þeirra sem koma fram eru Ninna Pálmadóttir, leikstjóri og handritshöfundur, Sol Berruezo, leikstjóri og handritshöfundur, Þorsteinn Sturla Gunnarsson, leikstjóri og handritshöfundur, Kári Úlfsson, framleiðandi, og Arndís Ey, búningahönnuður.

HEIMILDRIFF
Klapptré
Klapptré
Klapptré er sjálfstæður miðill sem birtir fréttir, viðhorf, gagnrýni og tölulegar upplýsingar um íslenska kvikmynda- og sjónvarpsbransann. Ritstjóri er Ásgrímur Sverrisson.

TENGT EFNI

NÝJUSTU FÆRSLUR