Nýr forstöðumaður Kvikmyndamiðstöðvar Íslands, Gísli Snær Erlingsson, mun sitja fyrir svörum á Bransadögum RIFF 2. október kl. 16 í Norræna húsinu og meðal annars ræða sína framtíðarsýn.
Tuttugasta RIFF hátíðin hefst 28. september og mun standa til 8. október í Háskólabíói. Opnunarmyndin er Tilverur, frumraun Ninnu Pálmadóttur og lokamyndin er Poor Things eftir Yorgos Lanthimos sem hlaut Gullna ljónið í Feneyjum fyrr í mánuðinum.
Tilverur eftir Ninnu Pálmadóttur verður opnunarmynd RIFF (Alþjóðlegrar kvikmyndahátíðar í Reykjavík) 2023, sem hefst 28. september. Stikluna má skoða hér.