Gísli Snær Erlingsson ræðir framtíðarsýn á Bransadögum RIFF

Nýr forstöðumaður Kvikmyndamiðstöðvar Íslands, Gísli Snær Erlingsson, mun sitja fyrir svörum á Bransadögum RIFF 2. október kl. 16 í Norræna húsinu og meðal annars ræða sína framtíðarsýn.

Spjallið verður leitt af fulltrúum fjögurra aðildarfélaga innan kvikmyndagerðar, þeim Antoni Mána Svanssyni, formanni SÍK, Margréti Örnólfsdóttur, formanni FLH, Ragnari Bragasyni formanni SKL og Steingrími Dúa Mássyni, formanni FK.

Spjallið er opið öllu fagfólki og nemendum í kvikmyndafræði og kvikmyndagerð. Umræður fara fram á íslensku, opnað verður fyrir spurningar í lok spjalls.

Hægt er að skrá sig á viðburðinn hér.

Bransadagar RIFF fara fram 3.-7. október þar sem fram fara umræður um spennandi og áríðandi málefni í kvikmyndagerð, spjallað verður við heiðursgesti, RIFF spjallið í anda TedX Talks verður á sínum stað og ótal margir tengslamyndunarviðburðir.

Klapptré
Klapptré
Klapptré er sjálfstæður miðill sem birtir fréttir, viðhorf, gagnrýni og tölulegar upplýsingar um íslenska kvikmynda- og sjónvarpsbransann. Ritstjóri er Ásgrímur Sverrisson.

TENGT EFNI

NÝJUSTU FÆRSLUR