Benjamín dúfa (1995) verður opnunarmynd Alþjóðlegrar barnakvikmyndahátíðar í Reykjavík sem hefst í Bíó Paradís á fimmtudag, en endurbætt útgáfa myndarinnar hefur loksins litið dagsins ljós.
Morgunblaðið ræðir við Gísla Snæ Erlingsson sem tók nýverið við skólastjórataumunum í London Film School, einum elsta kvikmyndaskóla heims. Hann ræðir um skólann, verkefnin framundan og breytingarnar sem kvikmyndaheimurinn er að ganga í gegnum.
Gísli Snær Erlingsson hefur hlotið formlega ráðningu sem skólastjóri London Film School (LFS). Þetta var tilkynnt í dag. Hann hefur frá síðasta hausti verið settur skólastjóri, en hafði áður verið námsstjóri þar í eitt ár. LFS er einn af kunnustu kvikmyndaskólum heims.
London Film School (LFS), sem stýrt er af Gísla Snæ Erlingssyni, greinir frá því að Greg Dyke, fyrrum útvarpsstjóri BBC og fyrrum stjórnarformaður Bresku kvikmyndastofnunarinnar (BFI), hafi verið ráðinn stjórnarformaður skólans. Hann tekur við í apríl af leikstjóranum Mike Leigh. Dyke er einn áhrifamesti maður í breskum myndmiðlaiðnaði um áratugaskeið.
Reynir Oddsson leikstjóri og handritshöfundur Morðsögu (1977) var fyrsti Íslendingurinn til að stunda nám við þann sögufræga skóla, London Film School, sem Gísli Snær Erlingsson stýrir nú. Reynir var þar við nám veturinn 1958-59, en skólinn, sem þá hét London School of Film Technique, var stofnaður 1956 meðan formleg kvikmyndakennsla hófst 1957. Hann rifjar upp minningar sínar frá þessum tíma.
"Ég hlakka til að vinna með þessum kraftmikla og klára hópi nemenda, kennara og annarra sem koma að skólanum," segir Gísli Snær Erlingsson, sem settur hefur verið skólastjóri London Film School, í spjalli við Klapptré. Gísli Snær segir helstu verkefnin framundan vera nýja námsskrá og flutningur frá miðborg London til austurhluta borgarinnar.
Gísli Snær Erlingsson, sem hefur starfað sem sviðsstjóri náms (Head of Studies) hjá hinum kunna London Film School síðan í fyrrahaust, hefur verið settur skólastjóri skólans frá næsta hausti.
Gísli Snær Erlingsson (Benjamín dúfa, Ikingút) hefur verið ráðinn sviðsstjóri náms (Head of Studies) hjá hinum kunna London Film School (áður London International Film School) í Bretlandi. Hann hefur störf í ágústmánuði næstkomandi, en undanfarin sex ár hefur hann stýrt Puttnam School of Film hjá Lasalle College of the Arts í Singapore.
Það voru fagnaðarfundir þegar kollegarnir, skólastjórarnir og leikstjórarnir, Gísli Snær Erlingsson frá Lasalle College of the Arts (LCA) í Singapore og Hilmar Oddsson frá KVÍ hittust á vinnuráðstefnu Cilect, samtaka kvikmyndaskóla, í München í vikunni.
Framleiðandinn Erlingur Jack Guðmundsson (Grafir og bein) hefur fengið tvo kunna bandaríska framleiðendur í lið með sér til að gera kvikmynd á ensku eftir skáldsögu Friðriks Erlingssonar Benjamín dúfa. Stefnt er að tökum í Texas síðsumars, en verkefnið hefur verið nokkur ár í undirbúningi.
Kvikmyndin Benjamín dúfa (1995) verður til sýnis síðar á árinu í endurbættri útgáfu (restoration) en um þessar mundir er unnið að stafrænni endurvinnslu myndarinnar. Þetta kemur fram á Facebook síðu leikstjórans, Gísla Snæs Erlingssonar, sem hefur yfirumsjón með verkinu.
Klapptré komst yfir tvö stórskemmtileg innslög úr Dagsljósi Sjónvarpins þar sem fjallað er um Citizen Kane eftir Orson Welles annarsvegar og síðan spurt í seinna innslaginu hvað er klám? Við sögu koma Þorfinnur Ómarsson, Sigurður Valgeirsson, Oddný Sen, Gísli Snær Erlingsson, Hilmar Oddsson, Sigurbjörn Aðalsteinsson og fleiri.