Gísli Snær Erlingsson settur skólastjóri London Film School

Gísli Snær Erlingsson.

Gísli Snær Erlingsson, sem hefur starfað sem sviðsstjóri náms (Head of Studies) hjá hinum kunna London Film School síðan í fyrrahaust, hefur verið settur skólastjóri skólans frá næsta hausti.

Þetta kemur í kjölfar þess að núverandi skólastjóri, Jane Roscoe, hverfur til annarra starfa. Gísli Snær er settur í stöðuna tímabundið en staðan verður auglýst á næstunni og er búist við að ráðið verði í hana um áramót.

ScreenDaily fjallar um málið og þar kemur meðal annars fram að auk þess að nútímavæða námsskrána og skipuleggja flutning skólans í nýtt húsnæði, hafi tími Roscoe í starfinu einkennst af óróa meðal nemenda, bæði vegna hárrar starfsmannaveltu sem og annarra aðstæðna við skólann.

Líkt og Klapptré greindi frá fyrir um ári síðan, stendur til að flytja skólann í nýtt húsnæði í Austur-London, en hann hefur verið í Covent Garden í hjarta Lundúna um áratugaskeið. Flutningi hefur nú verið frestað til næsta árs.

Nánar verður rætt við Gísla Snæ síðar í kvöld um þessi mál, en þau hafa verið í gerjun að undanförnu.

Klapptré
Klapptré
Klapptré er sjálfstæður miðill sem birtir fréttir, viðhorf, gagnrýni og tölulegar upplýsingar um íslenska kvikmynda- og sjónvarpsbransann. Ritstjóri er Ásgrímur Sverrisson.

TENGT EFNI

NÝJUSTU FÆRSLUR