spot_img

Gísli Snær Erlingsson settur skólastjóri London Film School

Gísli Snær Erlingsson.

Gísli Snær Erlingsson, sem hefur starfað sem sviðsstjóri náms (Head of Studies) hjá hinum kunna London Film School síðan í fyrrahaust, hefur verið settur skólastjóri skólans frá næsta hausti.

Þetta kemur í kjölfar þess að núverandi skólastjóri, Jane Roscoe, hverfur til annarra starfa. Gísli Snær er settur í stöðuna tímabundið en staðan verður auglýst á næstunni og er búist við að ráðið verði í hana um áramót.

ScreenDaily fjallar um málið og þar kemur meðal annars fram að auk þess að nútímavæða námsskrána og skipuleggja flutning skólans í nýtt húsnæði, hafi tími Roscoe í starfinu einkennst af óróa meðal nemenda, bæði vegna hárrar starfsmannaveltu sem og annarra aðstæðna við skólann.

Líkt og Klapptré greindi frá fyrir um ári síðan, stendur til að flytja skólann í nýtt húsnæði í Austur-London, en hann hefur verið í Covent Garden í hjarta Lundúna um áratugaskeið. Flutningi hefur nú verið frestað til næsta árs.

Nánar verður rætt við Gísla Snæ síðar í kvöld um þessi mál, en þau hafa verið í gerjun að undanförnu.

Klapptré
Klapptré
Klapptré er sjálfstæður miðill sem birtir fréttir, viðhorf, gagnrýni og tölulegar upplýsingar um íslenska kvikmynda- og sjónvarpsbransann. Ritstjóri er Ásgrímur Sverrisson.

TENGT EFNI

NÝJUSTU FÆRSLUR