Saga | Dagsljós fjallar um „Citizen Kane“ og klám

Citizen Kane RosebudKlapptré komst yfir tvö stórskemmtileg innslög úr Dagsljósi Sjónvarpins þar sem fjallað er um Citizen Kane eftir Orson Welles annarsvegar og síðan spurt í seinna innslaginu hvað er klám?

Þorfinnur Ómarsson stýrir innslaginu um Citizen Kane en auk hans koma við sögu Sigurður Valgeirsson þáverandi ritstjóri Dagsljóss og síðar dagskrárstjóri Sjónvarpsins, Oddný Sen kvikmyndafræðingur og leikstjórarnir Gísli Snær Erlingsson, Hilmar Oddsson og Sigurbjörn Aðalsteinsson. Gunnar Pálsson leikmyndahönnuður er í aukahlutverki. Greina má handbragð Marteins Þórssonar á innslaginu.

Sigurður Valgeirsson stýrir seinna innslaginu. Þar kemur Oddný Sen sterk inn á nýjan leik en auk hennar birtast þar Auður Eydal þáverandi framkvæmdastjóri Kvikmyndaeftirlitsins sáluga og Egill Stephensen saksóknari.

Myndbúturinn er af ævafornu VHS myndbandi og gæðin því ekki uppá það besta. Innslögin eru um 8 og 6 mínútur og eru líklega frá miðbiki tíunda áratugsins.

)

Klapptré
Klapptré
Klapptré er sjálfstæður miðill sem birtir fréttir, viðhorf, gagnrýni og tölulegar upplýsingar um íslenska kvikmynda- og sjónvarpsbransann. Ritstjóri er Ásgrímur Sverrisson.

TENGT EFNI

NÝJUSTU FÆRSLUR