Friðrik Þór Friðriksson hefur verið settur rektor Kvikmyndaskóla Íslands fram til áramóta. Hann tekur við starfinu af Hilmari Oddssyni sem nýlega lét af störfum.
Hilmar Oddsson hefur sagt lausu starfi sínu sem rektor Kvikmyndaskóla Íslands, en hann hefur gegnt því undanfarin sjö ár. Jóna Finnsdóttir deildarstjóri leikstjórnar- og framleiðsludeildar og Jörundur Rafn Arnarson deildarstjóri skapandi tækni, hafa einnig látið af störfum.
Útskriftarhátíð Kvikmyndaskóla Íslands hefst í Bíó Paradís í dag og stendur fram á laugardag. Til sýnis eru verk nemenda sem unnin hafa verið á önninni og er öllum heimill ókeypis aðgangur. Í útskriftarhefti skólans ritar Hilmar Oddsson rektor stutt ávarp sem hann hefur gefið Klapptré leyfi til að birta.
Kvikmyndaskólinn hefur birt á vef sínum pistil um það sem er á döfinni hjá skólanum og lýtur að fyrirhuguðu námi á háskólastigi sem og væntanlegu framtíðarhúsnæði.
Gengið hefur verið frá þjónustusamningi milli menntamálaráðuneytisins og Kvikmyndaskóla Íslands sem gildir til ársloka 2018. Aðstandendur Kvikmyndaskólans segja þetta muni gjörbreyta stöðu skólans.
Kvikmyndaskóli Íslands átti í vikunni fund með stærstu framleiðslufyrirtækjum í landinu í þeim tilgangi að koma á formlegum samskiptum milli skólans og atvinnulífsins í íslenskri kvikmyndagerð. Fyrirtækin þrú eru Saga film, Pegasus og True North en var þeim boðið til fundar í skólanum til að kynna þeim starfsemi hans.
Það voru fagnaðarfundir þegar kollegarnir, skólastjórarnir og leikstjórarnir, Gísli Snær Erlingsson frá Lasalle College of the Arts (LCA) í Singapore og Hilmar Oddsson frá KVÍ hittust á vinnuráðstefnu Cilect, samtaka kvikmyndaskóla, í München í vikunni.
Klapptré komst yfir tvö stórskemmtileg innslög úr Dagsljósi Sjónvarpins þar sem fjallað er um Citizen Kane eftir Orson Welles annarsvegar og síðan spurt í seinna innslaginu hvað er klám? Við sögu koma Þorfinnur Ómarsson, Sigurður Valgeirsson, Oddný Sen, Gísli Snær Erlingsson, Hilmar Oddsson, Sigurbjörn Aðalsteinsson og fleiri.
Á aðalfundi Samtaka kvikmyndaleikstjóra (SKL) sem fram fór s.l. föstudagskvöld var Friðrik Þór Friðriksson kjörinn formaður samtakanna. Ragnar Bragason, sem verið hefur formaður síðastliðin fjögur ár, fór úr stjórn og í stað hans kom Ísold Uggadóttir. Að öðru leyti er stjórn óbreytt frá því sem var. Hana skipa því auk Friðriks og Ísoldar, Óskar Jónasson, Hilmar Oddsson og Silja Hauksdóttir.
Rektor Kvikmyndaskólans, Hilmar Oddsson var gestur í þættinum Sjónmáli á Rás 1 í gær. Hann koma víða við í samtali sínu við Hönnu G. Sigurðardóttur og hvatti m.a. konur til dáða í kvikmyndagerð og auglýsti sérstaklega eftir kvenkyns umsækjendum í skólann.