Fagnaðarfundir í München

Gísli Snær Erlingsson og Hilmar Oddsson.

Gísli Snær Erlingsson og Hilmar Oddsson í Munchen á dögunum.

Það voru fagnaðarfundir þegar kollegarnir, skólastjórarnir og leikstjórarnir, Gísli Snær Erlingsson frá Lasalle College of the Arts (LCA) í Singapore og Hilmar Oddsson frá Kvikmyndaskóla Íslands hittust á vinnuráðstefnu Cilect, samtaka kvikmyndaskóla, í München í vikunni.

Þema ráðstefnunnar var “Working with actors” og þar skiptust kvikmyndaskólafólk, alls staðar að úr heiminum, á skoðunum á því mikilvæga atriði hvernig best væri að haga kennslu í leikstjórn, með sérstakri áherslu á samstarfið við leikara. Ráðstefnan var haldin í Hochschule für Fernsehen und Film, en Hilmar lærði þar kvikmyndagerð á sínum tíma.

Sjá nánar hér: Fagnaðarfundir í München – Rektor Kvikmyndaskólans á ráðstefnu Cilect

Athugasemdir

álit

Um höfundinn
Klapptré er sjálfstæður miðill sem birtir fréttir, viðhorf, gagnrýni og tölulegar upplýsingar um íslenska kvikmynda- og sjónvarpsbransann. Ritstjóri og ábyrgðarmaður er Ásgrímur Sverrisson.

Tengt efni