Kvikmyndaskólinn áfram í fullum rekstri

Hilmar Oddsson rektor Kvikmyndaskóla Íslands.
Hilmar Oddsson rektor Kvikmyndaskóla Íslands.

Klapptré sagði frá því rétt fyrir jól að spurningamerki héngi yfir rekstri Kvikmyndaskóla Íslands. Heimildir Klapptrés herma að nú hafi verið gengið frá samningi við Mennta- og menningarmálaráðuneytið um fullan rekstur skólans á næstu önn, sem þýðir að auk hefðbundins starfs verður einnig tekið við nýjum nemendum.

Jafnframt verða óháðir aðilar fengnir til að fara yfir stöðu skólans og meta framhaldið. Því starfi á að ljúka á komandi önn. Samkvæmt þessari áætlun skýrist framtíð skólans því á vormánuðum.

Stefnt er að því að hefja skólastarf um miðjan janúar en nánari dagsetning verður tilkynnt á næstu dögum.

[divider scroll_text=““] (Athugið: Ritstjóri Klapptrés er jafnframt stundakennari við skólann, kennir þar einn áfanga).

Klapptré
Klapptré
Klapptré er sjálfstæður miðill sem birtir fréttir, viðhorf, gagnrýni og tölulegar upplýsingar um íslenska kvikmynda- og sjónvarpsbransann. Ritstjóri er Ásgrímur Sverrisson.

TENGT EFNI

NÝJUSTU FÆRSLUR