Nýr leikaravalsvefur opnaður

hilmar oddsson-casting vefurKvikmyndaskóli Íslands hefur opnað nýjan vef þar sem útskrifaðir leikarar skólans eru kynntir.

Rætt er við Hilmar á Vísi og þar kemur eftirfarandi meðal annars fram:

„Við erum fyrst og síðast að þjóna greininni. Vinna að þessu stóra markmiði að gera kvikmyndagreinina sem öflugasta, í íslensku sem erlendu samhengi,“ segir Hilmar Oddsson, rektor Kvikmyndaskóla Íslands en í dag var opnaður nýr vefur, casting.is, sem miðar að því að kynna næstu íslensku stjörnur hvíta tjaldsins. 

Fyrst um sinn verður vefurinn einungis til þess að kynna nemendur sem útskrifaðir eru úr kvikmyndaleik hjá Kvikmyndaskóla Íslands en Hilmar segir að í framtíðinni verði vefurinn líkast til nýttur til að kynna leikara sem útskrifaðir eru annars staðar frá. „Við erum einnig að undirbúa sambærilegan vef fyrir nemendur sem útskrifaðir eru úr hinum þremur deildum skólans.“ 

Sérstaða vefsins felst í því að unnið er að honum með hliðsjón af afmörkuðu gæðakerfi. „Myndir og efni þurfa að standast ákveðinn gæðastuðul sem við höfum sett okkur. Þetta er vefur sem við höfum kynnt fyrir kvikmyndaframleiðendum og við vonumst til þess að menn leiti inn á vefinn næst þegar þeir eru með verkefni og vantar ungt og fallegt hæfileikafólk,“ útskýrir Hilmar.

Sjá nánar hér: Vísir – Hjálpa næstu stjörnum hvíta tjaldsins að koma sér á framfæri.

Klapptré
Klapptré
Klapptré er sjálfstæður miðill sem birtir fréttir, viðhorf, gagnrýni og tölulegar upplýsingar um íslenska kvikmynda- og sjónvarpsbransann. Ritstjóri er Ásgrímur Sverrisson.

TENGT EFNI

NÝJUSTU FÆRSLUR