CinemaCon verðlaunar Baltasar í Las Vegas

Baltasar-Kormákur-2014CinemaCon, árleg ráðstefna Samtaka kvikmyndahúsaeigenda (NATO) í Bandaríkjunum, verðlaunaði í dag Baltasar Kormák sem alþjóðlegan kvikmyndagerðarmann ársins.

Klapptré hafði áður skýrt frá því að þetta stæði til hér.

Alfreð Ásberg Árnason hjá Sambíóunum var viðstaddur verðlaunaafhendinguna og gaf Klapptré leyfi til að birta upptöku af þakkarræðu Baltasars. Fyrir neðan má svo sjá myndband þar sem leikararnir Mark Wahlberg og Josh Brolin og framleiðandinn Tim Bevan hjá Working Title lofa leikstjórann í bak og fyrir.

Baltasar var heiðraður hér í dag í Las Vegas á CinemaCon fyrir vel unnin störf. Það var sýnt úr nýjustu mynd Baltasars Everest, hann er búinn að ná langt strákurinn :)Hér er þakkar ræðan hans

Posted by Alfreð Ásberg on 21. apríl 2015

Sjá nánar hér: Vísir – Baltasar verðlaunaður í Vegas.

Klapptré
Klapptré
Klapptré er sjálfstæður miðill sem birtir fréttir, viðhorf, gagnrýni og tölulegar upplýsingar um íslenska kvikmynda- og sjónvarpsbransann. Ritstjóri er Ásgrímur Sverrisson.

TENGT EFNI

NÝJUSTU FÆRSLUR