spot_img

Gísli Snær: Þakklátur fyrir traustið

“Ég er þakklátur fyrir það traust sem Lilja Dögg Alfreðsdóttir, menningar- og viðskiptaráðherra, hefur sýnt mér og ég hlakka til að takast á við þetta stóra verkefni,” segir Gísli Snær Erlingsson, nýskipaður forstöðumaður Kvikmyndamiðstöðvar Íslands, í stuttu spjalli við Klapptré.

Aðspurður um hvernig hann liti á starfið og hver fyrstu skref yrðu, svaraði hann:

“Ég lít fyrst og fremst á þetta sem þjónustuhlutverk við kvikmyndagerðarfólk sem ávallt leggur allt í sölurnar til að gera verk sín að veruleika og þarf stuðning og skilning við sín verkefni. Ég tek við í apríl og þá verður mitt fyrsta verk að heyra í fólkinu í greininni, hlusta á sjónarmið og vega og meta þær áskoranir sem þarf að takast á við varðandi áframhaldandi uppbyggingu og vöxt Kvikmyndamiðstöðvar Íslands.”

Gísli Snær tekur við starfinu í apríl næstkomandi. Fram að því hefur Sigurrós Hilmarsdóttur, framleiðslustjóra Kvikmyndamiðstöðvar, verið falið að gegna stöðu forstöðumanns.

Klapptré
Klapptré
Klapptré er sjálfstæður miðill sem birtir fréttir, viðhorf, gagnrýni og tölulegar upplýsingar um íslenska kvikmynda- og sjónvarpsbransann. Ritstjóri er Ásgrímur Sverrisson.

TENGT EFNI

NÝJUSTU FÆRSLUR