Tökur fyrirhugaðar á bandarískri útgáfu af „Benjamín dúfu“ í ágúst

Benjamín dúfa still
Sturla Sighvatsson sem titilpersónan í kvikmynd Gísla Snæs Erlingssonar Benjamín dúfa frá 1995.

Framleiðandinn Erlingur Jack Guðmundsson (Grafir og bein) hefur fengið tvo kunna bandaríska framleiðendur í lið með sér til að gera kvikmynd á ensku eftir skáldsögu Friðriks Erlingssonar Benjamín dúfa. Stefnt er að tökum í Texas síðsumars, en verkefnið hefur verið nokkur ár í undirbúningi.

Bandarísku framleiðendurnir eru Cathleen Sutherland (Boyhood) og Susan Kirr (The Tree of Life). Þá kemur handritshöfundurinn og leikstjórinn Brandon Dickerson einnig að verkinu.

Kvikmyndin Benjamín dúfa í leikstjórn Gísla Snæs Erlingssonar kom út 1995 og fagnar því tuttugu ára afmæli í ár. Leikstjórinn greindi nýlega frá því að uppgert eintak af myndinni liti dagsins ljós á árinu, en myndin hefur verið illfáanleg í mörg ár.

Fjallað var um málið á Vísi: Óskarsverðlaunahafi gerir Benjamín dúfu

Klapptré
Klapptré
Klapptré er sjálfstæður miðill sem birtir fréttir, viðhorf, gagnrýni og tölulegar upplýsingar um íslenska kvikmynda- og sjónvarpsbransann. Ritstjóri er Ásgrímur Sverrisson.

TENGT EFNI

NÝJUSTU FÆRSLUR