Truenorth og Mystery snúa bökum saman

RÁÐHERRANN, þáttur 6: Íslenski draumurinn: Að fúnkera aðeins of vel

Ásgeir H. Ingólfsson fjallar um sjötta þátt Ráðherrans á vef sínum Menningarsmygl.

Lilja Alfreðsdóttir: Jafnrétti haft að leiðarljósi í kvikmyndastefnu

Lilja Alfreðsdóttir, mennta- og menningarmálaráðherra, segir að jafnréttismál hafi verið höfð að leiðarljósi við gerð nýrrar kvikmyndastefnu, en samtök kvenna í kvikmyndum og sjónvarpi gagnrýna að ekki sé nóg gert til að jafna hlut kynjanna í stefnunni og að tímasettar aðgerðir á því sviði vanti.

Dómnefnd velur Óskarsframlagið í ár

Framlag Íslands til Óskarsverðlaunanna í flokknum "besta alþjóðlega myndin" (Best International Feature Film) verður valið af til þess skipaðri dómnefnd í ár. Áður kusu meðlimir ÍKSA um framlag Íslands.

Bíó Paradís vinnur að stofnun eigin streymisveitu

Í dag hefst norræn kvikmyndaveisla í Bíó Paradís í tilefni af kvikmyndaverðlaunum Norðurlandaráðs. Hægt verður að nálgast allar tilnefndar myndir á vef kvikmyndahússins en þar er unnið hörðum höndum að því að koma á fót streymisveitu.

RÁÐHERRANN, þáttur 5: Forsætisráðherrann gegn kerfinu

Ásgeir H. Ingólfsson heldur áfram að skrifa um Ráðherrann og fjallar nú um fimmta þátt á vef sínum Menningarsmygl.

Frá vinstri: Kristinn Þórðarson, Leifur B. Dagfinnsson og Davíð Óskar Ólafsson.

True North og Mystery vinna nú saman að þróun átta nýrra kvikmynda, þar á meðal myndar sem byggð er á Geirfinnsmálinu og Óskar Jónasson mun leikstýra.

ScreenDaily skýrir frá og ræðir við Leif Dagfinnsson og Kristinn Þórðarson hjá True North og Davíð Óskar Ólafsson hjá Mystery.

Hugmyndin er að myndirnar verði gerðar á næstu fimm árum og bæði er um að ræða myndir á íslensku og ensku.

Gert er ráð fyrir að félögin vinni bæði að eigin verkefnum og hinum sameiginlegu og að í síðarnefnda hópnum verði 8-10 verkefni í þróun á hverjum tíma.

Auk Habeas Corpus, myndar Óskars Jónassonar um Geirfinnsmálið sem meðal annars hefur hlotið styrk frá MEDIA, eru eftirtalin verkefni meðal annars á dagskrá:

  • Axlar-Björn sem Óttar Norðfjörð skrifar handrit að og Davíð Óskar Ólafsson  mun leikstýra.
  • The Hidden, hrollvekja með huldufólki sem Óttar skrifar einnig og auglýsingaleikstjórinn Þór Sævarsson mun leikstýra.
  • Life’s Too Good, gamanmynd Gísla Snæs Erlingssonar sem gerist á Bali.

Sjá nánar hér: Truenorth, Mystery pact for eight-strong slate | News | Screen

Athugasemdir

álit

SKYLT EFNI:

Lilja Alfreðsdóttir: Jafnrétti haft að leiðarljósi í kvikmyndastefnu

Lilja Alfreðsdóttir, mennta- og menningarmálaráðherra, segir að jafnréttismál hafi verið höfð að leiðarljósi við gerð nýrrar kvikmyndastefnu, en samtök kvenna í kvikmyndum og sjónvarpi gagnrýna að ekki sé nóg gert til að jafna hlut kynjanna í stefnunni og að tímasettar aðgerðir á því sviði vanti.

Dómnefnd velur Óskarsframlagið í ár

Framlag Íslands til Óskarsverðlaunanna í flokknum "besta alþjóðlega myndin" (Best International Feature Film) verður valið af til þess skipaðri dómnefnd í ár. Áður kusu meðlimir ÍKSA um framlag Íslands.

Bíó Paradís vinnur að stofnun eigin streymisveitu

Í dag hefst norræn kvikmyndaveisla í Bíó Paradís í tilefni af kvikmyndaverðlaunum Norðurlandaráðs. Hægt verður að nálgast allar tilnefndar myndir á vef kvikmyndahússins en þar er unnið hörðum höndum að því að koma á fót streymisveitu.

Athugasemdir

álit