Truenorth og Mystery snúa bökum saman

Frá vinstri: Kristinn Þórðarson, Leifur B. Dagfinnsson og Davíð Óskar Ólafsson.

True North og Mystery vinna nú saman að þróun átta nýrra kvikmynda, þar á meðal myndar sem byggð er á Geirfinnsmálinu og Óskar Jónasson mun leikstýra.

ScreenDaily skýrir frá og ræðir við Leif Dagfinnsson og Kristinn Þórðarson hjá True North og Davíð Óskar Ólafsson hjá Mystery.

Hugmyndin er að myndirnar verði gerðar á næstu fimm árum og bæði er um að ræða myndir á íslensku og ensku.

Gert er ráð fyrir að félögin vinni bæði að eigin verkefnum og hinum sameiginlegu og að í síðarnefnda hópnum verði 8-10 verkefni í þróun á hverjum tíma.

Auk Habeas Corpus, myndar Óskars Jónassonar um Geirfinnsmálið sem meðal annars hefur hlotið styrk frá MEDIA, eru eftirtalin verkefni meðal annars á dagskrá:

  • Axlar-Björn sem Óttar Norðfjörð skrifar handrit að og Davíð Óskar Ólafsson  mun leikstýra.
  • The Hidden, hrollvekja með huldufólki sem Óttar skrifar einnig og auglýsingaleikstjórinn Þór Sævarsson mun leikstýra.
  • Life’s Too Good, gamanmynd Gísla Snæs Erlingssonar sem gerist á Bali.

Sjá nánar hér: Truenorth, Mystery pact for eight-strong slate | News | Screen

Klapptré
Klapptré
Klapptré er sjálfstæður miðill sem birtir fréttir, viðhorf, gagnrýni og tölulegar upplýsingar um íslenska kvikmynda- og sjónvarpsbransann. Ritstjóri er Ásgrímur Sverrisson.

TENGT EFNI

NÝJUSTU FÆRSLUR