Gísli Snær Erlingsson formlega skipaður skólastjóri London Film School

Gísli Snær Erlingsson hefur hlotið formlega ráðningu sem skólastjóri London Film School (LFS). Þetta var tilkynnt í dag. Hann hefur frá síðasta hausti verið settur skólastjóri, en hafði áður verið námsstjóri þar í eitt ár. LFS er einn af kunnustu kvikmyndaskólum heims.

Fjallað er um ráðningu Gísla í helstu fagmiðlum beggja vegna Atlantshafs, sjá frétt ScreenDaily hér og frétt Deadline hér.

Þar er haft eftir Gísla Snæ:

“I am tremendously honoured to be appointed and delighted to lead the superb team of the UK’s first film school. LFS benefits from a diverse filmmaking community with an international reputation. The school has always been proud of its students and wants to play a more significant part in the UK with support from industry and government. I look forward to building on this as LFS develops, working with staff and students to achieve further success regionally, nationally and internationally.”

Og Greg Dyke, nýskipaður formaður stjórnar skólans, hefur þetta að segja:

“I am delighted that Gisli has taken on the role of director of the London Film School. He is an outstanding filmmaker and teacher and has done a great job in the 10 months he has been acting director of the School. This is an exciting time of change for the School and Gisli is the ideal person to lead that change.”

Fjölmargir Íslendingar hafa stundað nám við skólann gegnum tíðina, þar á meðal Reynir Oddsson leikstjóra og handritshöfund (sjá frásögn hans hér), Sigurð Sverri Pálsson tökumann, Guðnýju Halldórsdóttur leikstjóra og handritshöfund, Einar Þór Gunnlaugsson leikstjóra og handritshöfund, Karl Óskarsson tökumann og Hrafnkel Stefánsson handritshöfund.

Klapptré
Klapptré
Klapptré er sjálfstæður miðill sem birtir fréttir, viðhorf, gagnrýni og tölulegar upplýsingar um íslenska kvikmynda- og sjónvarpsbransann. Ritstjóri er Ásgrímur Sverrisson.

TENGT EFNI

NÝJUSTU FÆRSLUR