Kona fer í stríð eftir Benedikt Erlingsson er á ágætu skriði og hefur fengið tæplega 5,700 gesti eftir aðra sýningarhelgi.
Myndin er í 3. sæti aðsóknarlistans. 1,456 komu um helgina en alls 3,180 í vikunni. Heildarfjöldi gesta er nú 5,695.
Vargur er í áttunda sæti sæti eftir 5 vikur. 418 sáu hana í vikunni. Alls hafa 5,721 nú séð myndina.
Víti í Vestmannaeyjum er í 12. sæti eftir 11. sýningarhelgi. 220 sáu hana í vikunni. Alls hefur hún fengið 35,178 gesti.
Lói er í 14. sæti eftir 18. sýningarhelgi en alls hafa 23,848 séð myndina hingað til.
Andið eðlilega er í 17. sæti eftir 13. sýningarhelgi. Alls hafa 6,298 gestir séð hana.
Aðsókn á íslenskar myndir 28. maí til 3. júní 2018
VIKUR | MYND | AÐSÓKN | HEILDAR- AÐSÓKN | STAÐA HEILDAR- AÐSÓKNAR Í SÍÐUSTU VIKU |
---|---|---|---|---|
2 | Kona fer í stríð | 3,180 | 5,695 | 2,516 |
5 | Vargur | 418 | 5,721 | 5,303 |
11 | Víti í Vestmannaeyjum | 220 | 35,178 | 34,958 |
18 | Lói - þú flýgur aldrei einn | 37 | 23,848 | 23,811 |
12 | Andið eðlilega | 21 | 6,298 | 6,277 |