spot_img

Gísli Snær hættir sem skólastjóri London Film School, snýr sér að kvikmyndagerð

Gísli Snær Erlingsson hyggst láta af störfum innan skamms sem skólastjóri London Film School, en þeirri stöðu hefur hann gegnt síðastliðin fimm ár.

Gísli Snær var ráðinn til London Film School 2016, sem sviðsstjóri náms. Ári síðar var hann settur skólastjóri og 2018 var hann formlega skipaður sem slíkur. Áður hafði hann stýrt The Puttnam School of Film hjá LaSalle College of the Arts í Singapore um nokkurra ára skeið.

Gísli undirbýr nú gerð kvikmyndar eftir Aðventu, bók Gunnars Gunnarssonar. Framleiðendur myndarinnar eru Ingvar Þórðarson og Júlíus Kemp hjá Kisa, en Ottó Geir Borg skrifar handritið. Stefnt er því að tökur hefjist á næsta ári.

Gísli hefur áður leikstýrt þremur kvikmyndum, Stuttum frakka (1993), Benjamín dúfu (1995) og Ikingút (2000).

Í Screen er eftirfarandi haft eftir Greg Dyke stjórnarformanni skólans, af þessu tilefni:

“I would like to pay tribute to Gisli and all he has achieved in his six years at the school, the last three as director. In particular, the board thanked him for his success in leading the school through the very difficult Covid years.”

Klapptré
Klapptré
Klapptré er sjálfstæður miðill sem birtir fréttir, viðhorf, gagnrýni og tölulegar upplýsingar um íslenska kvikmynda- og sjónvarpsbransann. Ritstjóri er Ásgrímur Sverrisson.

TENGT EFNI

NÝJUSTU FÆRSLUR