Sýningar hefjast í dag á þáttaröðinni INSOMNIA í leikstjórn Barkar Sigþórssonar

Í dag byrjar streymisveitan Paramount+ (Bretland og Írland) að sýna þáttaröðina Insomnia. Börkur Sigþórsson er leikstjóri þáttanna sex og einnig einn yfirframleiðenda.

Sjá eldri frétt Klapptrés hér.

Framakonan Emma á aðeins nokkrar vikur í fertugt en glímir við svefnleysi, líkt og móðir hennar gerði. Þegar fortíðin kemur upp á yfirborðið fylgja ótti og áleitnar efasemdir. Smám saman er Emmu ýtt inn í heim þar sem ekkert er eins og það sýnist.

Börkur Sigþórsson (mynd: RÚV).

Með aðalhlutverkið fer BAFTA-verðlaunahafinn Vicky McClure. Höfundur þáttanna er Sarah Pinborough og er verkið byggt á skáldsögu hennar. Left Bank Films framleiðir en sama fyrirtæki var meðal annars á bakvið hina vinsælu þáttaröð The Crown.

Klapptré
Klapptré
Klapptré er sjálfstæður miðill sem birtir fréttir, viðhorf, gagnrýni og tölulegar upplýsingar um íslenska kvikmynda- og sjónvarpsbransann. Ritstjóri er Ásgrímur Sverrisson.

TENGT EFNI

NÝJUSTU FÆRSLUR