Nýtt kynningarplakat „Lóa: þú flýgur aldrei einn“ afhjúpað

Ploey-kynningarplakatNýtt kynningarplakat teiknimyndarinnar Lói: þú flýgur aldrei einn (Ploey: You Never Fly Alone) hefur verið afhjúpað í tengslum við kvikmyndamarkaðinn í Cannes sem nú stendur yfir.

Myndin hefur þegar verið forseld til yfir 30 landa og frekari samningaviðræður standa yfir. Hilmar Sigurðsson hjá GunHil framleiðir en leikstjórar eru Árni Ólafur Ásgeirsson og Gunnar Karlsson. Handritið er eftir Friðrik Erlingsson. Myndin er væntanleg 2017.

Lói er síðastur lóuunga af fjórum til að klekjast úr eggi og á erfitt uppdráttar frá upphafi. Þegar haustar og fjölskyldan ferðbýr sig til að fara suður á bóginn á hlýrri slóðir, þá er Lói ekki enn búinn að læra að fljúga. Hann þarf því að takast á við harðan vetur, grimma óvini og önnur vandamál, ásamt nýjum vinum sínum.

Klapptré
Klapptré
Klapptré er sjálfstæður miðill sem birtir fréttir, viðhorf, gagnrýni og tölulegar upplýsingar um íslenska kvikmynda- og sjónvarpsbransann. Ritstjóri er Ásgrímur Sverrisson.

TENGT EFNI

NÝJUSTU FÆRSLUR