Klapptré er sjálfstæður miðill sem birtir fréttir, viðhorf, gagnrýni og tölulegar upplýsingar um íslenska kvikmynda- og sjónvarpsbransann. Ritstjóri og ábyrgðarmaður er Ásgrímur Sverrisson.
Sýningar á þáttaröðinni Stella Blómkvist hefjast á Sundance Now streymisveitunni á morgun, 31. janúar, en veitan nær til Bandaríkjanna, Kanada, Bretlands, Ástralíu og Nýja-Sjálands. Þá eru sýningar á Lói - þú flýgur aldrei einn hafnar í norskum kvikmyndahúsum og fer myndin vel af stað þar í landi.
Óvenju mikið af íslenskum kvikmyndaverkum eru í sýningum í kvikmyndahúsum á alþjóðlegum vettvangi um þessar mundir eða fimm talsins. Auk þess eru tvær þáttaraðir í víðri dreifingu á efnisveitum á evrópskum markaði.
Lói - þú flýgur aldrei einn í leikstjórn Árna Ólafs Ásgeirssonar var frumsýnd í Frakklandi um þarsíðustu helgi og var myndin í tíunda sæti eftir þá helgi.
Adrift Baltasars Kormáks er með um ellefu þúsund og fimm hundruð gesti eftir fimmtu sýningarhelgi. Kona fer í stríð eftir Benedikt Erlingsson með um fjórtán þúsund og fimm hundruð gesti eftir áttundu sýningarhelgi.