Aðsókn | Um 28 þúsund á „Víti í Vestmannaeyjum“ eftir fjórðu helgi

Víti í Vestmannaeyjum eftir Braga Þór Hinriksson er nú í þriðja sæti aðsóknarlistans eftir fjórðu sýningarhelgi og er heildarfjöldi áhorfenda kominn að 28 þúsund manns.

Í vikunni komu 2,612 gestir á Víti í Vestmannaeyjum og alls hafa því 27,978 séð hana eftir fjórðu sýningarhelgi.

Andið eðlilega er í 12. sæti eftir 6. sýningarhelgi. 334 sáu myndina í vikunni. Alls hafa 5,718 gestir séð hana. (Minnt er á að Klapptré raðar myndum eftir vikuaðsókn en FRÍSK raðar á listann eftir helgarinnkomu, sem skýrir hversvegna Andið eðlilega er hér ofar en Lói).

Lói er í níunda sæti eftir 11. sýningarhelgi en hún fékk 286 gesti í vikunni. Alls hafa 22,497 séð myndina hingað til.

Svanurinn er í 25. sæti eftir 15. sýningarhelgi. Alls hafa 4,300 séð hana.

Aðsókn á íslenskar myndir 9.-15. apríl 2018

VIKURMYNDAÐSÓKNHEILDAR-
AÐSÓKN
STAÐA HEILDAR-
AÐSÓKNAR Í SÍÐUSTU VIKU
4Víti í Vestmannaeyjum2,612 27,97825,366
6Andið eðlilega3345,7185,384
11Lói - þú flýgur aldrei einn286 22,49722,211
15Svanurinn74,3004,293
(Heimild: FRISK – Theatrical Box Office Reports Iceland)
Klapptré
Klapptré
Klapptré er sjálfstæður miðill sem birtir fréttir, viðhorf, gagnrýni og tölulegar upplýsingar um íslenska kvikmynda- og sjónvarpsbransann. Ritstjóri er Ásgrímur Sverrisson.

TENGT EFNI

NÝJUSTU FÆRSLUR