Lói finnur félaga

Ploey-kynningarplakatTeiknimyndafyrirtækið GunHil hefur undirritað samninga við belgíska fyrirtækið Cyborn vegna framleiðslu á teiknimyndinni Lói – –þú flýgur aldrei einn. Myndin verður ein allra dýrasta íslenska myndin sem gerð hefur verið, en frameiðslukostnaður hennar nemur rúmum milljarði króna.

Þetta kemur fram í Morgunblaðinu en þar segir ennfremur:

Samn­ing­ur­inn tek­ur einnig til fjár­mögn­un­ar á hluta af mynd­inni og nem­ur fjár­mögn­un sem kem­ur frá Belg­íu rúm­um 400 millj­ón­um króna. LÓI verður ein allra dýr­asta ís­lenska kvik­mynd­in sem gerð hef­ur verið, en fram­leiðslu­kostnaður henn­ar er rúm­ur millj­arður króna.

Lói – þú flýg­ur aldrei einn seg­ir af lóu unga sem er ófleyg­ur að hausti þegar far­fugl­arn­ir halda suður á bóg­inn. Hann verður að lifa af vet­ur­inn til að geta bjargað ást­inni sinni frá því að lenda í klóm fálk­ans næsta vor.

Friðrik Erl­ings­son skrif­ar hand­rit mynd­ar­inn­ar og Árni Ólaf­ur Ásgeirs­son leik­stýr­ir, ásamt Gunn­ari Karls­syni sem jafn­framt er höf­und­ur út­lits og per­sóna. Hilm­ar Sig­urðsson og Hauk­ur Sig­ur­jóns­son eru fram­leiðend­ur mynd­ar­inn­ar.

Seld til 30 landa

Þýska fyr­ir­tækið ARRI World­sa­les fer með heims­sölu­rétt á mynd­inni og hef­ur hún þegar verið seld til sýn­inga í kvik­mynda­hús­um til yfir 30 landa.

Cy­born, belg­íska fyr­ir­tækið sem nú kem­ur inn í fram­leiðsluna, er stofnað árið 1998 og hef­ur mikla reynslu í fram­leiðslu á tölvu­gerðu teikni­mynda­efni, auk þess að vera mjög framar­lega í sta­f­rænni hreyfi­mynda­vinnslu.

Gun­Hil er stofnað árið 2012 af Gunn­ari Karls­syni og Hilm­ari Sig­urðssyni, sem eru frum­kvöðlar í tölvu­teikni­mynda­gerð á Íslandi. Þeirra fyrri verk eru kvik­mynd­ir eins og Litla lirf­an ljóta, Anna og skapsveifl­urn­ar og Hetj­ur Val­hall­ar – Þór.

„Það er okk­ur mik­il ánægja að taka þátt í fram­leiðslu á þessu verk­efni sem bygg­ir á góðri sögu, frá­bæru hand­riti og töfr­andi per­són­um og út­liti. Það verður spenn­andi að koma á markað þess­ari fyrstu sam­fram­leiðslu milli Belg­íu og Íslands,“ er haft eft­ir Ives Agem­ans, for­stjóra Cy­born í til­kynn­ingu.

Frum­sýnd 2017

Lói – þú flýg­ur aldrei einn verður frum­sýnd 2017 og Sena fer með kvik­mynda­húsa­dreif­ingu á Íslandi, auk þess sem RÚV hef­ur tryggt sér sýn­ing­ar­rétt í sjón­varpi.

Sjá nánar hér: Ein dýrasta íslenska kvikmyndin

Klapptré
Klapptré
Klapptré er sjálfstæður miðill sem birtir fréttir, viðhorf, gagnrýni og tölulegar upplýsingar um íslenska kvikmynda- og sjónvarpsbransann. Ritstjóri er Ásgrímur Sverrisson.

TENGT EFNI

NÝJUSTU FÆRSLUR