Aðsókn | „Vargur“ með 3,600 gesti eftir aðra sýningarhelgi

Ágætur gangur er á Vargi eftir Börk Sigþórsson en um 3,600 hafa séð hana eftir aðra sýningarhelgi.

Myndin er í 3. sæti aðsóknarlistans. Alls hafa nú 3,601 séð myndina, en 1,689 sáu hana í vikunni.

Víti í Vestmannaeyjum er í 5. sæti eftir 8. sýningarhelgi. 906 sáu hana í vikunni en alls hefur hún fengið 33,288 gesti.

Lói er í 15. sæti eftir 15. sýningarhelgi en alls hafa 23,474 séð myndina hingað til.

Andið eðlilega er í 18. sæti eftir 10. sýningarhelgi. Alls hafa 6,164 gestir séð hana.

Aðsókn á íslenskar myndir 7.-12. maí 2018

VIKURMYNDAÐSÓKNHEILDAR-
AÐSÓKN
STAÐA HEILDAR-
AÐSÓKNAR Í SÍÐUSTU VIKU
2Vargur1,6893,601 1,912 (með forsýningum)
8Víti í Vestmannaeyjum906 33,288 32,382
15Lói - þú flýgur aldrei einn15823,474 23,316
10Andið eðlilega776,164 6,087
(Heimild: FRISK – Theatrical Box Office Reports Iceland)
Klapptré
Klapptré
Klapptré er sjálfstæður miðill sem birtir fréttir, viðhorf, gagnrýni og tölulegar upplýsingar um íslenska kvikmynda- og sjónvarpsbransann. Ritstjóri er Ásgrímur Sverrisson.

TENGT EFNI

NÝJUSTU FÆRSLUR