„Loforð“, ný þáttaröð frumsýnd á RÚV

RÚV frumsýnir nýja þáttaröð, Loforð, í kvöld sunnudaginn 3. september kl. 19.45.

Hanna og Baldur eru ósköp venjulegir krakkar í Reykjavík. Líf þeirra tekur stakkaskiptum þegar foreldrar þeirra ákveða að skilja. Loforð er ljúfsárt drama um skilnað foreldra séðan með augum ungra barna þeirra og þau áhrif sem þessar óvæntu sviptingar hafa á tilveruna. Í þáttunum er sjónum beint að kvíðahnútnum sem tekur sér bólfestu djúpt í sál barns sem stendur frammi fyrir aðstæðum sem það getur ekki stjórnað og tilfinningum sem það ræður ekki við.

Þættirnir eru fjórir talsins og verða sýndir á sunnudagskvöldum.

Bragi Þór Hinriksson leikstýrir og handritshöfundur er Guðjón Davíð Karlsson. Með aðalhlutverk fara Andrea Birna Guðmundsdóttir og Lúkas Emil Johansen og foreldra þeirra leika Svandís Dóra Einarsdóttir og Jóhannes Haukur Jóhannesson.

Þættirnir eru samstarfsverkefni Hreyfimyndasmiðjunnar og RÚV.

Klapptré
Klapptré
Klapptré er sjálfstæður miðill sem birtir fréttir, viðhorf, gagnrýni og tölulegar upplýsingar um íslenska kvikmynda- og sjónvarpsbransann. Ritstjóri er Ásgrímur Sverrisson.

TENGT EFNI

NÝJUSTU FÆRSLUR