[Kitla] “Víti í Vestmannaeyjum”

Kitla myndarinnar Víti í Vestmannaeyjum hefur verið opinberuð og má sjá hér. Myndin verður frumsýnd í kvikmyndahúsum 23. mars 2018.

Víti í Vestmannaeyjum er fjölskyldumynd með vísun í sannsögulega atburði. Myndin er byggð á fyrstu bókinni í vinsælum barnabókaflokki eftir Gunnar Helgason. Ár hvert er haldið stórt fótboltamót fyrir krakka í Vestmannaeyjum og þetta ár mætir hinn tíu ára Jón Jónsson til þess að keppa með Fálkum. En þegar hann kynnist Ívari, strák úr ÍBV sem á bágt heima fyrir, þarf Jón að vaxa hraðar úr grasi en hann óraði fyrir, bæði innan og utan vallar.

Bragi Þór Hinriksson leikstýrir en handrit skrifa Jóhann Ævar Grímsson, Gunnar Helgason og Ottó Geir Borg. Sagafilm framleiðir.

Klapptré
Klapptré
Klapptré er sjálfstæður miðill sem birtir fréttir, viðhorf, gagnrýni og tölulegar upplýsingar um íslenska kvikmynda- og sjónvarpsbransann. Ritstjóri er Ásgrímur Sverrisson.

TENGT EFNI

NÝJUSTU FÆRSLUR