Íslenskur klippari á amerískri toppmynd

0
1
Elísabet Ronaldsdóttir.
Elísabet Ronaldsdóttir.

Fleiri Íslendingar fylgja nú í fótspor Baltasars Kormáks og koma að kvikmyndum sem fara á toppinn í Bandaríkjunum, stærsta kvikmyndamarkaði heimsins. Kvikmyndin John Wick með Keanu Reeves í aðalhlutverki trónir nú efst á lista þar í landi en ein af lykilmanneskjum þeirrar myndar er klipparinn Elísabet Ronaldsdóttir.

Elísabet hefur einmitt klippt margar mynda Baltasars, þar á meðal Mýrina, InhaleBrúðgumann, Djúpið, Reykjavík Rotterdam (leikstjóri Óskar Jónasson) og Contraband (endurgerð Reykjavík Rotterdam).

Gagnrýnandi The Guardian fer fögrum orðum um myndina hér, segir hana kraftmikla hasarmynd sem skeri sig úr. Á Rotten Tomatos er henni einnig tekið fagnandi, en þar stendur hún nú í 86%.

 

 

Athugasemdir

álit