spot_img

Þú þarft ekki tal til að skilja ást og hatur í „The Tribe“

THETRIBE_PressPhoto_01Sérstök ástæða er til að vekja athygli á úkraínsku kvikmyndinni The Tribe (Plemya) sem verður frumsýnd í Bíó Paradís á morgun föstudag.

Myndin fjallar um heyrnarlausan ungling sem fer í heimavistarvistarskóla fyrir heyrnarlausa og gengur þar inn í framandi samfélag. Hann verður ástfanginn af einum meðlimi hópsins og fellur smátt og smátt í þá gryfju að brjóta allar þær óskrifuðu reglur sem hópurinn hefur sett sér.

Þetta er fyrsta mynd leikstjórans Myroslav Slaboshpytskiy en hún sópaði að sér verðlaunum á gagnrýnendaviku kvikmyndahátíðarinnar í Cannes og hafa gagnrýnendur víðsvegar um heim staðið á öndinni yfir myndinni, eins og sjá má til dæmis hjá Rotten Tomatos, Variety, IndieWire og The Hollywood Reporter.

The Tribe er án tals og er eingöngu talað táknmál í myndinni. Enginn texti er heldur við myndina, en leikstjórinn vill meina að ekki þurfi tal til að skilja ást og hatur.

 

Klapptré
Klapptré
Klapptré er sjálfstæður miðill sem birtir fréttir, viðhorf, gagnrýni og tölulegar upplýsingar um íslenska kvikmynda- og sjónvarpsbransann. Ritstjóri er Ásgrímur Sverrisson.

TENGT EFNI

NÝJUSTU FÆRSLUR