Netflix á leið til Íslands?

netflix-islandNetflix vinnur að því að opna fyrir þjónustu sína hér á landi. Undirbúningur er hafinn en óvíst hvenær opnað verður fyrir þjónustuna.

Þetta kemur fram á í Nútímanum, sem jafnframt segir tvennt þurfa að gerast áður en Netflix getur opnað hér á landi:

Netflix þarf að semja við öll stóru kvikmyndaverin ásamt hundruðum annarra aðila um rétt á sölu og leigu á stafrænu efni fyrir Ísland. Þetta þarf að gera fyrir hvert markaðssvæði fyrir sig. Þá er líklegt að Netflix myndi semja um réttinn á íslensku efni.

Svo hyggst Netflix semja um notkun á íslenskum textum. Heimildir Nútímans herma að fyrirtækið sé þegar byrjað á því og Íslensk fyrirtæki sem sjá um textun séu að þjónusta Netflix.

Þetta gerir Netflix þrátt fyrir að þurfa þess ekki þar sem ólíklegt er að starfsemi efnisveitunnar falli undir gildissvið fjölmiðlalaga.

Sjá nánar hér: Netflix vinnur að opnun á Íslandi

Klapptré
Klapptré
Klapptré er sjálfstæður miðill sem birtir fréttir, viðhorf, gagnrýni og tölulegar upplýsingar um íslenska kvikmynda- og sjónvarpsbransann. Ritstjóri er Ásgrímur Sverrisson.

TENGT EFNI

NÝJUSTU FÆRSLUR