spot_img

MISSIR opnar í 12. sæti, TOPP TÍU MÖST nálgast þrjú þúsund gesti eftir aðra helgi

Sýningar á Missi hófust á föstudag. Alls eru fimm íslenskar bíómyndir í sýningum þessa dagana, sem er óvenjulegt.

Missi sáu 62 gestir um helgina, en með forsýningu eru gestir alls 392. Með venjulegum fyrirvörum má telja hæpið að heildaraðsókn fari yfir þúsund gesti þegar upp er staðið.

1,558 sáu Topp tíu möst í vikunni, en alls hafa séð hana 2,929 manns eftir aðra sýningarhelgi.

1,189 gestir sá Ljósvíkinga í vikunni, en alls hafa 15,073 séð hana eftir sjöundu helgi.

Ljósbrot sáu 102 í vikunni. Alls nemur heildarfjöldi gesta 6,322 manns eftir áttundu helgi.

Snertingu sáu 73 í vikunni. Alls hefur myndin fengið 44,746 gesti eftir 21. sýningarhelgi.

Aðsókn á íslenskar myndir 14.-20. okt. 2024

VIKUR MYND AÐSÓKN (SÍÐAST) ALLS (SÍÐAST)
2 Topp tíu möst 1,558 (971) 2,929 (1,371)
7 Ljósvíkingar 1,189 (1,661) 15,073 (13,884)
8 Ljósbrot 102 (127) 6,322 (6,220)
21 Snerting 73 (165) 44,746 44,673)
Missir 62 (helgin) 392 (með forsýningu)

(Heimild: FRISK – Theatrical Box Office Reports Iceland)

Klapptré
Klapptré
Klapptré er sjálfstæður miðill sem birtir fréttir, viðhorf, gagnrýni og tölulegar upplýsingar um íslenska kvikmynda- og sjónvarpsbransann. Ritstjóri er Ásgrímur Sverrisson.

TENGT EFNI

NÝJUSTU FÆRSLUR