„Hross í oss“ hlýtur Kvikmyndaverðlaun Norðurlandaráðs

Benedikt Erlingsson og Fridrik Þór Friðriksson taka á móti Kvikmyndaverðlaunum Norðurlandaráðs 2014 fyrir Hross í oss. Ljósmynd: Magnus Fröderberg/norden.org
Benedikt Erlingsson og Fridrik Þór Friðriksson taka á móti Kvikmyndaverðlaunum Norðurlandaráðs 2014 fyrir Hross í oss. Ljósmynd: Magnus Fröderberg/norden.org

Hross í oss eftir Benedikt Erlingsson var rétt í þessu að hljóta Kvikmyndaverðlaun Norðurlandaráðs en verðlaunaafhendingin stendur yfir þessa stundina. Þetta er í fyrsta sinn sem íslensk kvikmynd hlýtur þessi eftirsóttu verðlaun.

Verðlaunin nema 350.000 dönskum krónum eða um 7,3 milljónum íslenskra króna.

Leikstjórinn, Charlotte Boving eiginkona hans og aðalleikkona myndarinnar og Friðrik Þór Friðriksson framleiðandi eru stödd á verðlaunaafhendingunni.

Benedikt Erlingsson og Charlotte Boving við upphaf verðlaunaafhendingarinnar í Stokkhólmi fyrr í kvöld.
Benedikt Erlingsson og Charlotte Boving við upphaf verðlaunaafhendingarinnar í Stokkhólmi fyrr í kvöld.

Í rök­stuðningi dóm­nefnd­ar seg­ir að kvik­mynd­in sé sér­lega frum­leg með ræt­ur í kjarnyrt­um húm­or Íslend­inga­sagn­anna. Þá seg­ir að leik­stjór­inn hafi djúp­ann skiln­ing á frum­kröft­um hrossa og manna.

„Með því að nota augnaráð skepnu sem eitt helsta sjón­ar­hornið til að end­ur­spegla grát­bros­lega hegðun manna fær „Hross í oss“ sér­stæðan ljóðræn­an blæ en líka svart­an, spaug­sam­an tón. Bene­dikt Erl­ings­son leik­stjóri flétt­ar sam­an kraft­mikið mynd­mál, klipp­ingu og tónlist þannig að mynd­in sjálf verður eins og nátt­úru­afl.“

Hross Benedikts kepptu við kvikmyndirnar Nymphomaniac frá DanmörkuSteinsteypunótt frá Finnlandi, Blind frá Noregi og Turist frá Svíþjóð, en þá síðastnefndu má sjá í Bíó Paradís um þessar mundir.

Klapptré
Klapptré
Klapptré er sjálfstæður miðill sem birtir fréttir, viðhorf, gagnrýni og tölulegar upplýsingar um íslenska kvikmynda- og sjónvarpsbransann. Ritstjóri er Ásgrímur Sverrisson.

TENGT EFNI

NÝJUSTU FÆRSLUR