spot_img
HeimEfnisorðHildur Guðnadóttir

Hildur Guðnadóttir

Þrír Íslendingar á stuttlista Óskarsverðlauna

Hildur Guðnadóttir tónskáld, Sara Gunnarsdóttir leikstjóri og Heba Þórisdóttir förðunarmeistari eru allar á stuttlista Óskarsverðlauna sem birtur var í dag. Hildur er á listanum fyrir tónlist sína í Women Talking eftir Sarah Polley. Teiknimynd Söru, My Year of Dicks, er stuttlistuð fyrir stuttar teiknimyndir. Heba stýrði förðunardeild kvikmyndarinnar Babylon eftir Damien Chazelle, sem er stuttlistuð fyrir hár og förðun.

Hildur Guðnadóttir heiðruð í Toronto

Hildur Guðnadóttir tónskáld hlýtur heiðursverðlaun á TIFF, alþjóðlegu kvikmyndahátíðinni í Toronto, sem fram fer 8.–18. september.

Hildur Guðnadóttir fær Grammy verðlaun fyrir tónlistina í JOKER

Hildur Guðnadóttir hlaut í gær Grammy verðlaun fyrir tónlistina í kvikmyndinni Joker eftir Todd Phillips. Fyrir ári vann hún Grammy verðlaun fyrir tónlistina í þáttaröðinni Chernobyl.

Innlendur bíó- og sjónvarpsannáll 2020

Þrátt fyrir heimsfaraldur og tímabundna lokun kvikmyndahúsa (sem að auki keyrðu á hálfum dampi út árið) var 2020 um margt merkilegt ár í íslenskri kvikmyndagerð.

Hildur Guðnadóttir segir nei við nánast öllu

Morgunútvarpið á Rás 2 ræddi við Hildi Guðnadóttur tónskáld og Óskarsverðlaunahafa, en hún var í gær tilnefnd til enn einna verðlaunanna, BAFTA-sjónvarpsverðlauna fyrir tónlistina í þáttunum Chernobyl.

Hildur Guðnadóttir fær Norrænu tónlistarverðlaunin fyrir tónlistina í CHERNOBYL

Hildur Guðnadóttir tónskáld hlaut í dag Nordic Music Prize, norrænu tónlistarverðlaunin, fyrir tónlistina við sjónvarpsþættina Chernobyl. Þetta kemur fram á vef RÚV.

Hildur Guðnadóttir: „Bæði sorglegt og gleðilegt“ að standa á stóra sviðinu

Anna Marsibil Clausen dagskrárgerðarmaður RÚV ræddi við Hildi Guðnadóttur í Los Angeles í gær, daginn eftir að verðlaunin voru afhent. Þar ræddi hún meðal annars um vinnslu tónlistarinnar við Joker, samstarfsmann sinn Jóhann Jóhannsson og ýmislegt fleira.

Sníkjudýrið felldi Hollywood

"Sigur Hildar Guðnadóttur er sérkafli í afþreyingarmenningarsögunni og Parasite boðar jafnvel hvorki meira né minna en fall Hollywood og heimsmyndar brjáluðu Jókeranna," skrifar Þórarinn Þórarinsson í Fréttablaðið og ræðir nýliðin Óskarsverðlaun við Ásgeir H. Ingólfsson og Hrönn Sveinsdóttur.

Samtal við Hildi Guðnadóttur í Listaháskóla Íslands

Á opnunarkvöldi Hugarflugs, árlegrar rannsóknarráðstefnu Listaháskóla Íslands, fer tónskáldið Hildur Guðnadóttir yfir feril sinn, verk, rannsóknir og vinnuaðferðir í fjarfundarsamtali við Fríðu Björk Ingvarsdóttur, rektor Listaháskólans. Þessi viðburður fer fram fimmtudaginn 13. febrúar í húsnæði Listaháskólans, Laugarnesvegi 91, kl. 17.

Hildur Guðnadóttir fær Óskarsverðlaun fyrir tónlistina í JOKER

Hildur Guðnadóttir hlaut Óskarsverðlaun fyrir tónlist sína í kvikmyndinni Joker eftir Todd Phillips. Verðlaunaafhendingin fór fram í nótt að íslenskum tíma. Hildur er fyrsti Íslendingurinn sem hlýtur Óskarsverðlaun.

Hildur Guðnadóttir vann BAFTA fyrir tónlistina í JOKER

Hildur Guðnadóttir vann BAFTA verðlaunin fyrir tónlist sína í kvikmyndinni Joker. Hildur hefur þegar fengið Grammy- og Emmy-verðlaun fyrir tónlist sína í þáttunum Chernobyl. Þá fékk hún Golden Globe-verðlaun fyrir tónlistina í Joker.

Hildur Guðnadóttir tilnefnd til BAFTA verðlauna fyrir JOKER

Hildur Guðnadóttir tónskáld hefur vart tekið við Golden Globe verðlaunum fyrir tónlistina í Joker þegar hún er tilnefnd til BAFTA verðlauna fyrir sama verk. Þá er hún einnig tilnefnd til Grammy verðlauna fyrir Chernobyl en þau verða afhent síðar í janúar. Tilnefningar til Óskarsverðlauna verða kynntar á mánudag en þar er hún á stuttlista fyrir Joker.

Hildur Guðnadóttir fær Golden Globe fyrir tónlistina í „Joker“

Hildur Guðnadóttir tónskáld hlaut í nótt Golden Globe-verðlaunin fyrir tónlistina í kvikmyndinni Joker. Hildur er aðeins önnur konan til að vinna verðlaunin fyrir frumsamda kvikmyndatónlist og sú fyrsta sem vinnur þau ein.

Tónlist Hildar Guðnadóttur við „Joker“ á stuttlista til Óskarsverðlauna, Fríða Aradóttir og Heba Þórisdóttir einnig á stuttlista fyrir hár og förðun

Stuttlistar tilnefninga til Óskarsverðlauna hafa verið opinberaðir og á stuttlista fyrir bestu tónlist er meðal annars að finna skor Hildar Guðnadóttur fyrir kvikmyndina Joker. Þá er Fríðu Aradóttur og Hebu Þórisdóttur einnig að finna á stuttlista fyrir hár og förðun, sú fyrrnefnda fyrir Little Women og sú síðarnefnda fyrir Once Upon a Time... in Hollywood, en báðar hafa starfað í bandarískum kvikmyndaiðnaði um árabil.

Hildur Guðnadóttir verðlaunuð á World Soundtrack Awards

Hildur Guðnadóttir, sellóleikari og tónskáld, var í gærkvöldi útnefnd sjónvarpstónskáld ársins á Heimshljóðrásar-verðlaunahátíðinni, World Soundtrack Awards, sem haldin er í belgísku borginni Ghent á ári hverju.

Hildur Guðnadóttir tilnefnd til Emmy verðlauna fyrir tónlistina í „Chernobyl“ þáttaröðinni

Hildur Guðnadóttir, tónskáld, hefur verið tilnefnd til Emmy verðlauna fyrir tónsmíði sína fyrir þættina Chernobyl sem hafa vakið mikla athygli. Hljóðrás Hildar fyrir þættina hefur ekki síður vakið athygli en hún var öll samsett úr hljóðum sem tekin voru upp í kjarnorkuveri.

Jóhann valinn kvikmyndatónskáld ársins

Jóhann Jóhannsson var valinn sem besta kvikmyndatónskáld ársins á verðlaunahátíð World Soundtrack Awards sem fram fór á kvikmyndahátíðinni í Ghent í Sviss 17. október. Hildur Guðnadóttir tónskáld tók á móti verðlaununum fyrir hans hönd og hélt tilfinningaþrungna ræðu. Þetta kemur fram á vef RÚV.

Hildur Guðnadóttir verðlaunuð í Beijing

Hildur Guðnadóttir tónskáld var verðlaunuð fyrir tónlistina í bresku kvikmyndinni Journey's End á Alþjóðlegu kvikmyndahátíðinni í Beijing í Kína um helgina. Þetta kemur fram á vef RÚV.

„Tom of Finland“ framlag Finna til Óskars

Tom of Finland eftir Dome Karukoski hefur verið valin framlag Finna til Óskarsverðlaunanna. Ingvar Þórðarson og Sophie Mahlo, sem reka framleiðslufyrirtækið Neutrinos Productions í Berlín, eru meðframleiðendur myndarinnar. Þá semur Hildur Guðnadóttir tónlist myndarinnar og Þorsteinn Bachmann fer með eitt hlutverkanna.

Spurningar vakna um notkun á „Heyr himnasmiður“ í „The Handmaid’s Tale“

Í öðrum þætti The Handmaid's Tale þáttaraðarinnar sem nú er í sýningum á efnisveitunni Hulu, gefur að heyra tónverk Þorkels Sigurbjörnssonar, Heyr himnasmiður, við sálm Kolbeins Tumasonar goðorðsmanns og skálds frá upphafi 13. aldar. Lagið er fengið af plötu Hildar Guðnadóttur, Saman, en svo virðist sem hvorki Þorkels né Kolbeins sé að neinu getið í upplýsingum um þáttinn - og raunar ekki Hildar heldur.

Hildur Guðnadóttir semur tónlist við framhald „Sicario“

Hildur Guðnadóttir mun gera tónlistina við kvikmyndina Soldado, sem er framhaldsmynd spennumyndarinnar Sicario frá árinu 2015. Hildur tók þátt í gerð tónlistarinnar í fyrri myndinni sem sellóleikari, en það var Jóhann Jóhannsson sem þá samdi tónlistina og hlaut hann BAFTA- og Óskarsverðlaunatilnefningu fyrir.

„Tom of Finland“ verðlaunuð í Gautaborg

Tom of Finland eftir Dome Karukoski hlaut FIPRESCI verðlaunin á Gautaborgarhátíðinni sem lýkur í dag. Ingvar Þórðarson er einn meðframleiðenda myndarinnar en aðrir Íslendingar sem koma að myndinni eru tónskáldið Hildur Guðnadóttir og leikarinn Þorsteinn Bachman.
spot_imgspot_img

NÝJUSTU FÆRSLUR