Jóhann valinn kvikmyndatónskáld ársins

Jóhann Jóhannsson (mynd Jónatan Grétarsson).

Jóhann Jóhannsson var valinn sem besta kvikmyndatónskáld ársins á verðlaunahátíð World Soundtrack Awards sem fram fór á kvikmyndahátíðinni í Ghent í Sviss 17. október. Hildur Guðnadóttir tónskáld tók á móti verðlaununum fyrir hans hönd og hélt tilfinningaþrungna ræðu. Þetta kemur fram á vef RÚV.

Þar segir einnig:

Jóhann hlaut þau fyrir tónlist sem hann samdi fyrir kvikmyndirnar Mandy, Mary Magdalene (sem hann vann að ásamt Hildi Guðnadóttur) og The Mercy. Þetta er annað árið í röð sem World Soundtrack Awards heiðrar Jóhann fyrir tónsmíðar hans.

Hildur Guðnadóttir tók á mót verðlaununum fyrir hans hönd en Jóhann lést fyrir aldur fram, 48 ára gamall, á heimili sínu í Berlín fyrr á þessu ári.

„Jóhann lifði fyrir tónlist sína – hún var honum allt,“ sagði Hildur þegar hún tók við verðlaununum. „Eins sárt og það er fyrir þá sem stóðu honum næst að hann sé ekki á meðal okkar þá er huggun fólgin í því að tónlist hans lifi áfram.“

Sjá nánar hér: Jóhann valinn kvikmyndatónskáld ársins

Klapptré
Klapptré
Klapptré er sjálfstæður miðill sem birtir fréttir, viðhorf, gagnrýni og tölulegar upplýsingar um íslenska kvikmynda- og sjónvarpsbransann. Ritstjóri er Ásgrímur Sverrisson.

TENGT EFNI

NÝJUSTU FÆRSLUR