Heimildamynd Jóhanns Jóhannssonar heitins, Last and First Men, verður tekin til sýninga í Bíó Paradís 22. janúar. Myndin var frumsýnd á Berlínarhátíðinni fyrir ári og vakti mikla athygli. Hún var einnig sýnd á Skjaldborgarhátíðinni síðastliðið haust.
Guy Lodge gagnrýnandi Variety skrifar um Last and First Men eftir Jóhann Jóhannsson og segir hana lágstemmda en um leið stórfenglega hugleiðingu um væntanleg örlög okkar en einnig endurnýjun.
Útsendari Lestarinnar, Ásgeir H. Ingólfsson, flytur fregnir af kvikmyndahátíðinni Berlinale þar sem hann sá meðal annars Last and First Men eftir Jóhann Jóhannsson.
Tveimur árum eftir ótímabært andlát gerir Jóhann Jóhannsson stormandi lukku með kvikmyndinni Last and First Men sem því miður reyndist bæði fyrsta og síðasta leikstjórnarverkefni hans. Þetta skrifar Þórarinn Þórarinsson í Fréttablaðið og ræðir við framleiðandann, Þóri Snær Sigurjónsson.
Metacritic vefurinn hefur tekið saman umsagnir gagnrýnenda um myndirnar á Berlinale 2020 og síað út þær bestu (og þær verstu). Ljóst er að esseyjumynd Jóhanns Jóhannsonar Last and First Men, er á meðal þeirra bestu að mati margra gagnrýnenda.
Haukur Már Helgason skrifar um Last and First Men eftir Jóhann Jóhannsson á vef sinn Hús og skrifar meðal annars: "Þegar leið á verkið og endurtekningu grunnstefanna, þá leitaði á mig sorg, eða spurning um sorg: hvernig bregst maður við grun um að hafa, með nokkurri viðhöfn, verið dreginn í fjölmennan sal til að taka þar á móti einnar kvikmyndar löngu sjálfsvígsbréfi?" Hann fjallar einnig um spurningar og svör eftir sýningu myndarinnar þar sem ýmislegt áhugavert kom fram um hvernig verkið varð til.
Þýska sölufyrirtækið Films Boutique selur kvikmynd Jóhanns Jóhannssonar heitins, Last and First Men, en myndin verður frumsýnd á Berlínarhátíðinni. Þórir Snær Sigurjónsson hjá Zik Zak framleiðir.
Jóhann Jóhannsson var valinn sem besta kvikmyndatónskáld ársins á verðlaunahátíð World Soundtrack Awards sem fram fór á kvikmyndahátíðinni í Ghent í Sviss 17. október. Hildur Guðnadóttir tónskáld tók á móti verðlaununum fyrir hans hönd og hélt tilfinningaþrungna ræðu. Þetta kemur fram á vef RÚV.
Jóhanns Jóhannssonar tónskálds er minnst víða um heim í kjölfar andláts hans s.l. föstudag. Tvær greinar, í Variety annarsvegar og The Guardian hinsvegar, vekja sérstaka athygli þar sem fjallað er ítarlega um tónlist hans og það sem hún stóð fyrir.
Jóhann Jóhannsson tónskáld er látinn, 48 ára að aldri. Hann fannst látinn á heimili sínu í Berlín í gær, en dánarorsök er ókunn á þessu stigi. Jóhann hafði skipað sér sess meðal virtustu kvikmyndatónskálda samtímans.
Í sumar spurðist út að sjálfur Hans Zimmer hefði verið fenginn til að leggja til tónlist við Blade Runner 2049, en hugmyndin var að tónlist Jóhanns Jóhannssonar yrði einnig með. Síðsumars kom svo í ljós að Jóhann yrði ekki með en annað tónskáld, Benjamin Wallfisch, bættist við. Hvað gerðist eiginlega?