spot_img
HeimEfnisorðJóhann Jóhannsson

Jóhann Jóhannsson

LAST AND FIRST MEN í Bíó Paradís frá 22. janúar

Heimildamynd Jóhanns Jóhannssonar heitins, Last and First Men, verður tekin til sýninga í Bíó Paradís 22. janúar. Myndin var frumsýnd á Berlínarhátíðinni fyrir ári og vakti mikla athygli. Hún var einnig sýnd á Skjaldborgarhátíðinni síðastliðið haust.

Variety um LAST AND FIRST MEN: Lágstemmd en um leið stórfengleg

Guy Lodge gagnrýnandi Variety skrifar um Last and First Men eftir Jóhann Jóhannsson og segir hana lágstemmda en um leið stórfenglega hugleiðingu um væntanleg örlög okkar en einnig endurnýjun.

Lestin um LAST AND FIRST MEN: Kveðjubréf Jóhanns Jóhannssonar á Berlinale

Útsendari Lestarinnar, Ásgeir H. Ingólfsson, flytur fregnir af kvikmyndahátíðinni Berlinale þar sem hann sá meðal annars Last and First Men eftir Jóhann Jóhannsson.

Heimsendasýn Jóhanns heillar í Berlín

Tveimur árum eftir ótímabært andlát gerir Jóhann Jóhannsson stormandi lukku með kvikmyndinni Last and First Men sem því miður reyndist bæði fyrsta og síðasta leikstjórnarverkefni hans. Þetta skrifar Þórarinn Þórarinsson í Fréttablaðið og ræðir við framleiðandann, Þóri Snær Sigurjónsson.

LAST AND FIRST MEN meðal bestu myndanna á Berlinale samkvæmt Metacritic

Metacritic vefurinn hefur tekið saman umsagnir gagnrýnenda um myndirnar á Berlinale 2020 og síað út þær bestu (og þær verstu). Ljóst er að esseyjumynd Jóhanns Jóhannsonar Last and First Men, er á meðal þeirra bestu að mati margra gagnrýnenda.

Haukur Már Helgason um LAST AND FIRST MEN: Þegar myndinni lýkur, lýkur öllu

Haukur Már Helgason skrifar um Last and First Men eftir Jóhann Jóhannsson á vef sinn Hús og skrifar meðal annars: "Þegar leið á verkið og endurtekningu grunnstefanna, þá leitaði á mig sorg, eða spurning um sorg: hvernig bregst maður við grun um að hafa, með nokkurri viðhöfn, verið dreginn í fjölmennan sal til að taka þar á móti einnar kvikmyndar löngu sjálfsvígsbréfi?" Hann fjallar einnig um spurningar og svör eftir sýningu myndarinnar þar sem ýmislegt áhugavert kom fram um hvernig verkið varð til.

The Playlist um LAST AND FIRST MEN: Undursamleg reynsla

Jack King hjá The Playlist skrifar um esseyjumynd Jóhanns Jóhannssonar Last and First Men frá Berlínarhátíðinni og segir hana ógleymanlega reynslu.

LAST AND FIRST MEN eftir Jóhann Jóhannsson sýnd í Berlín, Films Boutique selur á heimsvísu

Þýska sölufyrirtækið Films Boutique selur kvikmynd Jóhanns Jóhannssonar heitins, Last and First Men, en myndin verður frumsýnd á Berlínarhátíðinni. Þórir Snær Sigurjónsson hjá Zik Zak framleiðir.

Jóhann valinn kvikmyndatónskáld ársins

Jóhann Jóhannsson var valinn sem besta kvikmyndatónskáld ársins á verðlaunahátíð World Soundtrack Awards sem fram fór á kvikmyndahátíðinni í Ghent í Sviss 17. október. Hildur Guðnadóttir tónskáld tók á móti verðlaununum fyrir hans hönd og hélt tilfinningaþrungna ræðu. Þetta kemur fram á vef RÚV.

Jóhanns Jóhannssonar minnst víða um heim

Jóhanns Jóhannssonar tónskálds er minnst víða um heim í kjölfar andláts hans s.l. föstudag. Tvær greinar, í Variety annarsvegar og The Guardian hinsvegar, vekja sérstaka athygli þar sem fjallað er ítarlega um tónlist hans og það sem hún stóð fyrir.

Andlát | Jóhann Jóhannsson

Jóhann Jóhannsson tónskáld er látinn, 48 ára að aldri. Hann fannst látinn á heimili sínu í Berlín í gær, en dánarorsök er ókunn á þessu stigi. Jóhann hafði skipað sér sess meðal virtustu kvikmyndatónskálda samtímans.

Viðhorf | Ögn um sköpunarferli, orðspor og viðtökur “Blade Runner 2049”

Í sumar spurðist út að sjálfur Hans Zimmer hefði verið fenginn til að leggja til tónlist við Blade Runner 2049, en hugmyndin var að tónlist Jóhanns Jóhannssonar yrði einnig með. Síðsumars kom svo í ljós að Jóhann yrði ekki með en annað tónskáld, Benjamin Wallfisch, bættist við. Hvað gerðist eiginlega?

“Blade Runner 2049”: Þessvegna er Jóhann Jóhannsson ekki með

Leikstjórinn Dennis Villeneuve segir að ástæðu þess að tónlist Jóhanns Jóhannssonar hafi verið tekin úr Blade Runner 2049 vera að hann hafi viljað tónlist meira í anda upprunalegu Blade Runner.

Hversvegna Jóhann Jóhannsson og Darren Aronofsky hættu við að nota tónlist í “Mother!”

Jóhann Jóhannsson gerði tónlist fyrir nýútkomna kvikmynd Darren Aronofsky, Mother! þar sem Jennifer Lawrence og Javier Bardem fara með aðalhlutverk. Jóhann hafði samið tónlist fyrir myndina þegar hann ákvað í samráði við leikstjórann að hætta við notkun hennar. Í staðinn var notast við afar blæbrigðaríka hljóðmynd en Jóhann er titlaður tónlistar- og hljóðráðgjafi.

Jóhann Jóhannsson tilnefndur til BAFTA verðlauna fyrir tónlistina í “Arrival”

Tilnefningar til BAFTA verðlaunanna hafa verið opinberaðar. Jóhann Jóhannsson tónskáld er tilnefndur til verðlaunanna fyrir tónlistina í Arrival eftir Denis Villeneuve.

Jóhann talinn eiga möguleika í Óskarnum fyrir tónlistina í “Arrival”

Fjórða árið í röð er Jóhann Jóhannsson tónskáld meðal þeirra sem taldir eru eiga möguleika á Óskarsverðlaunum. Breski miðillinn The Week bendir á Jóhann og tónlist hans fyrir kvikmyndina Arrival ásamt öðrum kunnuglegum kandídötum á borð við John Williams og Alexandre Desplat.

Jóhann Jóhannsson í kjölfar Vangelis

Tónskáldið Jóhann Jóhannsson mun semja tónlist við sjálfstætt framhald kvikmyndarinnar Blade Runner. Þetta verður í fjórða sinn sem hann vinnur með leikstjóranum Denis Villeneuve.

Jóhann Jóhannsson: Náin samvinna nauðsyn frá upphafi

Jóhann Jóhannsson, sem tilnefndur er til Óskarsverðlauna fyrir tónlistina í Sicario, ræddi tónlistarsköpun fyrir kvikmyndir í pallborðsumræðum á Stockfish hátíðinni um helgina ásamt kollegum sínum Hilmari Erni Hilmarssyni, Birgi Hilmarssyni og Ólafi Arnalds.

Tveir Íslendingar koma að verðlaunamyndum á Berlinale

Jóhann Jóhannsson semur tónlistina fyrir stuttmyndina A Man Returned sem hlaut Silfurbjörninn á Berlinale hátíðinni í kvöld. Þá var Arnar Þórisson tökumaður lettnesku kvikmyndarinnar Mellow Mud sem hlaut Krystalbjörninn fyrir bestu mynd í flokknum Generation 14Plus.

Atli Örvarsson og Jóhann Jóhannsson fá Hörpu-tónskáldaverðlaunin í Berlín

Íslensk tónskáld voru sigursæl á Hörpu-verðlaununum sem samtök norrænna kvikmyndatónskálda veittu í Berlín í gærkvöld. Atli Örvarsson var verðlaunaður fyrir tónlistina í myndinni Hrútum og Jóhann Jóhannsson fékk heiðursverðlaun fyrir besta höfundarverkið.

Sinfóníuhljómsveit Íslands flytur verk Jóhanns Jóhannssonar

Sinfóníuhljómsveit Íslands flytur tónlist Jóhanns Jóhannssonar við kvikmyndirnar The Theory of Everything og Prisoners í Hörpu þann 17. mars næstkomandi. Einnig verða flutt verk eftir önnur kvikmyndatónskáld sem Jóhann hefur valið.

Jóhann Jóhannsson tilnefndur til Óskarsverðlauna fyrir tónlistina í “Sicario”

Jóhann Jóhannsson hlýtur tilnefningu til Óskarsverðlauna fyrir tónlistina við kvikmynd Denis Villeneuve, Sicario. Þetta var tilkynnt í Los Angeles rétt í þessu ásamt öðrum tilnefningum.

Jóhann Jóhannsson aftur tilnefndur til BAFTA verðlauna 

Jóhann Jóhannsson er tilnefndur til Bafta-verðlauna fyrir tónlist sína við kvikmyndina Sicario. Þetta er annað árið í röð sem hann er tilnefndur til þessara verðlauna. Meðal annarra tónskálda sem hljóta tilnefningu eru Ennio Morricone og John Williams.

Jóhann Jóhannsson semur tónlist við mynd Denis Villeneuve “Story of Your Life”

Golden-Globe tónskáldið Jóhann Jóhannsson mun vinna í þriðja sinn með kanadíska leikstjóranum Denis Villeneuve við mynd hans Story of Your Life. Hann hefur áður samið tónlistina við Prisoners og Sicario sem frumsýnd var í Bandaríkjunum um helgina.

Jóhann Jóhannsson semur tónlistina í “Sicario” sem frumsýnd var á Cannes í gær

Hinn Óskarstilnefndi Golden Globe verðlaunahafi Jóhann Jóhannsson semur tónlistina við nýjustu mynd leikstjórans Denis Villeneuve, Sicario, sem frumsýnd var á Cannes í gær og hefur fengið mjög góða dóma. Með helstu hlutverk í myndinni fara Emily Blunt, Josh Brolin og Benicio Del Toro. Jóhann vann áður með Villeneuve að kvikmyndinni Prisoners.

Jóhann Jóhannsson tilnefndur til Óskarsverðlauna fyrir tónlistina í “The Theory of Everything”

Það þarf fæstum að koma á óvart að Jóhann Jóhannsson tónskáld hafi verið fyrr í dag tilnefndur til Óskarsverðlauna fyrir tónlistina í The Theory of Everything. Bæði er búið að spá þessu af ýmsum undanfarna mánuði og svo hlaut Jóhann Golden Globe á dögunum sem gjarnan er sterk vísbending um Óskarinn. Jóhann er einnig tilnefndur til BAFTA-verðlaunanna bresku.

Jóhann Jóhannsson hlaut Golden Globe-verðlaunin

Jóhann Jóhannsson tónskáld hlaut í gærkvöldi Golden Globe verðlaunin fyrir tónlist sína við kvikmyndina The Theory of Everything. Hann er fyrsti Íslendingurinn til að vinna verðlaunin en áður hafði Björk verið tilnefnd fyrir Dancer in the Dark.

Jóhann Jóhannsson tilnefndur til BAFTA verðlauna fyrir tónlistina í “The Theory of Everything”

Jóhann Jóhannsson tónskáld er tilnefndur til BAFTA verðlauna fyrir tónlistina við kvikmyndina The Theory of Everything. Myndin fær alls tíu tilnefningar. Jóhann er einnig tilnefndur til Golden Globe verðlaunanna fyrir sama verk, en þau verða afhent á sunnudagskvöld.

Jóhann Jóhannsson ræðir um tónlistina í “The Theory of Everything”

Jóhann Jóhannsson ræðir um tónlistina sem hann gerði fyrir kvikmyndina The Theory of Everything í leikstjórn James Marsh, sem einnig kemur fram í þessu innslagi. Jóhann er tilnefndur til Golden Globe verðlauna fyrir vinnu sína.

Jóhann Jóhannsson tilnefndur til Golden Globe verðlauna

Jóhann Jóhannsson tónskáld hefur verið tilnefndur til Golden Globe verðlauna fyrir tónlist sína við kvikmyndina The Theory of Everything. Myndin fær alls fjórar tilnefningar; auk tónlistarinnar sem mynd ársins og aðalhlutverk karls og konu.

Tímalausri tónlist Jóhanns Jóhannssonar spáð Óskarstilnefningu

Deadline fjallar um tónlist Jóhanns Jóhannssonar við kvikmyndina The Theory of Everything, sem almennt þykir líkleg til að hljóta fjölda Óskarstilnefninga, þar á meðal fyrir tónlist Jóhanns. Scott Feinberg hjá The Hollywood Reporter setur Jóhann í annað sætið sem þýðir að hann telji tónskáldið nokkuð öruggan um tilnefningu.

Jóhann Jóhannsson gerir tónlist við bíómynd byggða á ævi Stephen Hawking

Myndin kallast The Theory of Everything og er í leikstjórn James Marsh. Jóhann hefur einnig gert tónlist fyrir þrillerinn McCanick sem frumsýnd var nýlega og vinnur einnig að dönsku myndinni I Am Here.

Á Jóhann séns í Óskarinn?

Kvikmyndin Prisoners með Hugh Jackman og Jake Gyllenhaal var frumsýnd í gær og er henni jafnvel spáð toppsætinu eftir helgina. Jóhann Jóhannsson tónskáld semur...
spot_imgspot_img

NÝJUSTU FÆRSLUR