Jóhann Jóhannsson gerir tónlist við bíómynd byggða á ævi Stephen Hawking

Jóhann Jóhannsson tónskáld.
Jóhann Jóhannsson tónskáld.

Jóhann Jóhannsson tónskáld mun gera tónlist við kvikmyndina The Theory of Everything sem James Marsh (Man on Wire) leikstýrir. Með helstu hlutverk fara Eddie Redmayne, Felicity Jones, Charlie Cox, Emily Watson, David Thewlis og Lesley Manville.

Myndin er byggð á sambandi eðlisfræðingins kunna Stephen Hawking við Jane Wilde, en þau kynntust þegar hann var við nám í Cambridge á sjöunda áratug síðustu aldar.

Handritið er byggt á minningabók Jane Hawking, Traveling to Infinity: My Life With Stephen. Tim Bevan og Eric Fellner (Atonement, Love Actually, Les Miserables, Rush) hjá Working Title framleiða.

Myndin er nú í eftirvinnslu og verður frumsýnd síðar á árinu.

Jóhann, sem síðast gerði tónlistina við hina marglofuðu Prisoners og einnig þrillerinn McCanick sem frumsýnd var í lok mars, mun einnig vinna við mynd danska leikstjórans Anders Morgenthaler, I Am Here. með Kim Basinger og Peter Stormare í helstu hlutverkum. Myndin verður frumsýnd síðar á árinu.

Jóhann Jóhannsson to Score James Marsh’s’ ‘Theory of Everything’ | Film Music Reporter.

Klapptré
Klapptré
Klapptré er sjálfstæður miðill sem birtir fréttir, viðhorf, gagnrýni og tölulegar upplýsingar um íslenska kvikmynda- og sjónvarpsbransann. Ritstjóri er Ásgrímur Sverrisson.

TENGT EFNI

NÝJUSTU FÆRSLUR