spot_img

LAST AND FIRST MEN í Bíó Paradís frá 22. janúar

Heimildamynd Jóhanns Jóhannssonar heitins, Last and First Men, verður tekin til sýninga í Bíó Paradís 22. janúar. Myndin var frumsýnd á Berlínarhátíðinni fyrir ári og vakti mikla athygli. Hún var einnig sýnd á Skjaldborgarhátíðinni síðastliðið haust.

Tvær billjónir ára í framtíðinni stendur mannkynið frammi fyrir yfirvofandi útrýmingu. Stakir og súrrealískir minnisvarðar eru nánast það eina sem stendur eftir og varpa skilaboðum sínum inn í öræfin.

Í myndinni flökkum við um svæði í niðurníðslu þar sem sorglegir atburðir hafa gerst – staðir hlaðnir táknrænni merkingu. Í gegnum myndina skynjum við nærveru, einhverskonar vitund sem er að reyna að hafa samband við okkur.

Klapptré
Klapptré
Klapptré er sjálfstæður miðill sem birtir fréttir, viðhorf, gagnrýni og tölulegar upplýsingar um íslenska kvikmynda- og sjónvarpsbransann. Ritstjóri er Ásgrímur Sverrisson.

TENGT EFNI

NÝJUSTU FÆRSLUR