HeimEfnisorðLast and First Men

Last and First Men

LAST AND FIRST MEN í Bíó Paradís frá 22. janúar

Heimildamynd Jóhanns Jóhannssonar heitins, Last and First Men, verður tekin til sýninga í Bíó Paradís 22. janúar. Myndin var frumsýnd á Berlínarhátíðinni fyrir ári og vakti mikla athygli. Hún var einnig sýnd á Skjaldborgarhátíðinni síðastliðið haust.

18 alþjóðleg verðlaun til íslenskra kvikmynda 2020

Íslenskar kvikmyndir hlutu alls 18 alþjóðleg verðlaun á Covid-árinu 2020. Alls fengu 6 bíómyndir, 2 heimildamyndir og 4 stuttmyndir verðlaun á árinu. 

Innlendur bíó- og sjónvarpsannáll 2020

Þrátt fyrir heimsfaraldur og tímabundna lokun kvikmyndahúsa (sem að auki keyrðu á hálfum dampi út árið) var 2020 um margt merkilegt ár í íslenskri kvikmyndagerð.

Variety um LAST AND FIRST MEN: Lágstemmd en um leið stórfengleg

Guy Lodge gagnrýnandi Variety skrifar um Last and First Men eftir Jóhann Jóhannsson og segir hana lágstemmda en um leið stórfenglega hugleiðingu um væntanleg örlög okkar en einnig endurnýjun.

Lestin um LAST AND FIRST MEN: Kveðjubréf Jóhanns Jóhannssonar á Berlinale

Útsendari Lestarinnar, Ásgeir H. Ingólfsson, flytur fregnir af kvikmyndahátíðinni Berlinale þar sem hann sá meðal annars Last and First Men eftir Jóhann Jóhannsson.

Heimsendasýn Jóhanns heillar í Berlín

Tveimur árum eftir ótímabært andlát gerir Jóhann Jóhannsson stormandi lukku með kvikmyndinni Last and First Men sem því miður reyndist bæði fyrsta og síðasta leikstjórnarverkefni hans. Þetta skrifar Þórarinn Þórarinsson í Fréttablaðið og ræðir við framleiðandann, Þóri Snær Sigurjónsson.

LAST AND FIRST MEN meðal bestu myndanna á Berlinale samkvæmt Metacritic

Metacritic vefurinn hefur tekið saman umsagnir gagnrýnenda um myndirnar á Berlinale 2020 og síað út þær bestu (og þær verstu). Ljóst er að esseyjumynd Jóhanns Jóhannsonar Last and First Men, er á meðal þeirra bestu að mati margra gagnrýnenda.

Haukur Már Helgason um LAST AND FIRST MEN: Þegar myndinni lýkur, lýkur öllu

Haukur Már Helgason skrifar um Last and First Men eftir Jóhann Jóhannsson á vef sinn Hús og skrifar meðal annars: "Þegar leið á verkið og endurtekningu grunnstefanna, þá leitaði á mig sorg, eða spurning um sorg: hvernig bregst maður við grun um að hafa, með nokkurri viðhöfn, verið dreginn í fjölmennan sal til að taka þar á móti einnar kvikmyndar löngu sjálfsvígsbréfi?" Hann fjallar einnig um spurningar og svör eftir sýningu myndarinnar þar sem ýmislegt áhugavert kom fram um hvernig verkið varð til.

The Playlist um LAST AND FIRST MEN: Undursamleg reynsla

Jack King hjá The Playlist skrifar um esseyjumynd Jóhanns Jóhannssonar Last and First Men frá Berlínarhátíðinni og segir hana ógleymanlega reynslu.

LAST AND FIRST MEN eftir Jóhann Jóhannsson sýnd í Berlín, Films Boutique selur á heimsvísu

Þýska sölufyrirtækið Films Boutique selur kvikmynd Jóhanns Jóhannssonar heitins, Last and First Men, en myndin verður frumsýnd á Berlínarhátíðinni. Þórir Snær Sigurjónsson hjá Zik Zak framleiðir.
spot_imgspot_img

NÝJUSTU FÆRSLUR