spot_img

Sinfóníuhljómsveit Íslands flytur verk Jóhanns Jóhannssonar

Jóhann Jóhannsson með Golden Globe verðlaunin í hendi.
Jóhann Jóhannsson með Golden Globe verðlaunin í hendi.

Sinfóníuhljómsveit Íslands flytur tónlist Jóhanns Jóhannssonar við kvikmyndirnar The Theory of Everything og Prisoners í Hörpu þann 17. mars næstkomandi. Einnig verða flutt verk eftir önnur kvikmyndatónskáld sem Jóhann hefur valið.

Í tilkynningu segir:

Jóhann Jóhannsson, sem fyrr á árinu hlaut Golden Globe-verðlaunin og var tilnefndur til Óskarsverðlauna, telst nú til helstu kvikmyndatónskálda samtímans. Á þessum tónleikum verða frumfluttar nýjar hljómsveitarsvítur með tónlist hans úr The Theory of Everything, sögunni um líf Stephens Hawking, og Prisoners, spennumyndinni með Hugh Jackman og Jake Gyllenhaal í aðalhlutverkum.

Auk þess hefur Jóhann sjálfur valið efnisskrá með eftirlætisverkum sínum, bæði vel og minna þekktum gullmolum kvikmyndanna. Stjórnandi er Frank Strobel, sem hefur undanfarin ár stýrt Sinfóníunni m.a. í myndum Chaplins við feykigóðar undirtektir.

Miða má kaupa hér: Kvikmyndatónleikar | Tónleikar | Sinfóníuhljómsveit Íslands

Klapptré
Klapptré
Klapptré er sjálfstæður miðill sem birtir fréttir, viðhorf, gagnrýni og tölulegar upplýsingar um íslenska kvikmynda- og sjónvarpsbransann. Ritstjóri er Ásgrímur Sverrisson.

TENGT EFNI

NÝJUSTU FÆRSLUR