HeimFréttir"Njósnir, lygar og fjölskyldubönd", ný heimildamynd Helga Felixsonar

„Njósnir, lygar og fjölskyldubönd“, ný heimildamynd Helga Felixsonar

-

njósnir lygar og fjölskyldubönd helgi felixsonHeimstyrjöldin síðari, fjölskyldustríð og handtökur, leyndarmál, þöggun, sögusagnir og rógburður eru viðfangsefni nýrrar heimildamyndar Helga Felixsonar sem nefnist Njósnir, lygar og fjölskyldubönd.

Í myndinni varpar Helgi ljósi á vel varið leyndarmál fjölskyldu sinnar sem leiddi til skelfilegra atburða sem áttu sér stað á Ísafirði fyrir rúmum 70 árum þegar breska hernámsliðið handtók afa hans, sem var vararæðismaður Breta, og ömmu ásamt 5 öðrum Vestfirðingum og kastaði í bresk fangelsi.

Fortíðin getur varpað löngum skugga og haft flókin áhrif á líf okkar sem fæðumst jafnvel löngu síðar.

Myndin verður frumsýnd í Bíó Paradís 28. janúar.

Helgi skrifar handrit ásamt Sindra Freyssyni. Þuríður Einarsdóttir og Titti Johnson annast klippingu. Helgi framleiðir myndina fyrir Iris Film en meðframleiðandi er Felix Film AB í Svíþjóð.

Klapptré
Klapptré
Klapptré er sjálfstæður miðill sem birtir fréttir, viðhorf, gagnrýni og tölulegar upplýsingar um íslenska kvikmynda- og sjónvarpsbransann. Ritstjóri er Ásgrímur Sverrisson.

ÞAÐ NÝJASTA Á KLAPPTRÉ

Fáðu nýjasta efnið á Klapptré í pósthólfið þitt tvisvar í viku, á mánudögum og fimmtudögum.

Þú getur afskráð þig hvenær sem er.

NÝJUSTU FÆRSLUR