Þáttaröðin „Fangar“ verður sýnd á öllum Norðurlöndunum og víðar

Frá vinstri: Margrét Örnólfsdóttir, Unnur Ösp Stefánsdóttir, Nina Dögg Filippusdóttir, Ragnar Bragason, Davíð Óskar Ólafsson, Árni Filippusson.
Frá vinstri: Margrét Örnólfsdóttir, Unnur Ösp Stefánsdóttir, Nina Dögg Filippusdóttir, Ragnar Bragason, Davíð Óskar Ólafsson, Árni Filippusson.

Sjón­varpsþáttaröðin Fang­ar verður sýnd á öllum ríkissjónvarpsstöðum Norður­landanna, DR í Dan­mörku, NRK í Nor­egi, SVT í Svíþjóð og YLE í Finn­landi auk RÚV á Íslandi. Þá hefur hún einnig verið seld til Canal+ í Póllandi. Sölu­fyr­ir­tækið Global Screen annast sölu á alþjóðlegum vettvangi, en tökur á þáttaröðinni hefjast á vormánuðum undir stjórn Ragnars Bragasonar.

Þáttaröðin hef­ur þegar hlotið fram­leiðslu­styrk frá Kvik­mynda­miðstöð Íslands.

Morgunblaðið fjallar um málið:

Upp­haf þess­ar­ar þátt­araðar, sem verið hef­ur í þróun í nokk­ur ár, má rekja til rann­sókn­ar­vinnu þeirra  Nínu Dagg­ar Fil­ipp­us­dótt­ur og Unn­ar Asp­ar Stef­áns­dótt­ur sem heim­sóttu fanga og fanga­verði í kvennafang­elsið í Kópa­vogi á sín­um tíma, en um er að ræða fjöl­skyldu­sögu úr ís­lensk­um sam­tíma.

Í sög­unni kynn­ist áhorf­and­inn Lindu en líf henn­ar hryn­ur þegar hún er færð í kvennafang­elsi í Kópa­vogi eft­ir að hafa ráðist á föður sinn, þekkt­an mann úr viðskipta­líf­inu og veitt hon­um lífs­hættu­lega áverka. Í fang­els­inu hitt­ir Linda fyr­ir aðrar kon­ur sem hafa farið út af spor­inu í líf­inu, mis­h­arðnaða glæpa­menn sem all­ar hafa sögu að segja úr heimi grimmd­ar og of­beld­is.

Með hand­rit fara Mar­grét Örn­ólfs­dótt­ir og Ragn­ar Braga­son og mun Ragn­ar einnig leik­stýra serí­unni. Fram­leiðslu­fyr­ir­tæk­in Mystery Producti­ons og Vest­urport sjá um fram­leiðslu þátt­ana í um­sjón þeirra Árna Fil­ipp­us­son­ar og Davíðs Óskars Ólafs­son­ar og er RÚV meðfram­leiðandi.

Sjá nánar hér: Íslenskir „Fangar“ ferðast víða – mbl.is

Klapptré
Klapptré
Klapptré er sjálfstæður miðill sem birtir fréttir, viðhorf, gagnrýni og tölulegar upplýsingar um íslenska kvikmynda- og sjónvarpsbransann. Ritstjóri er Ásgrímur Sverrisson.

TENGT EFNI

NÝJUSTU FÆRSLUR