Heim Fréttir Þáttaröðin „Fangar“ verður sýnd á öllum Norðurlöndunum og víðar

Þáttaröðin „Fangar“ verður sýnd á öllum Norðurlöndunum og víðar

-

Frá vinstri: Margrét Örnólfsdóttir, Unnur Ösp Stefánsdóttir, Nina Dögg Filippusdóttir, Ragnar Bragason, Davíð Óskar Ólafsson, Árni Filippusson.
Frá vinstri: Margrét Örnólfsdóttir, Unnur Ösp Stefánsdóttir, Nina Dögg Filippusdóttir, Ragnar Bragason, Davíð Óskar Ólafsson, Árni Filippusson.

Sjón­varpsþáttaröðin Fang­ar verður sýnd á öllum ríkissjónvarpsstöðum Norður­landanna, DR í Dan­mörku, NRK í Nor­egi, SVT í Svíþjóð og YLE í Finn­landi auk RÚV á Íslandi. Þá hefur hún einnig verið seld til Canal+ í Póllandi. Sölu­fyr­ir­tækið Global Screen annast sölu á alþjóðlegum vettvangi, en tökur á þáttaröðinni hefjast á vormánuðum undir stjórn Ragnars Bragasonar.

Þáttaröðin hef­ur þegar hlotið fram­leiðslu­styrk frá Kvik­mynda­miðstöð Íslands.

Morgunblaðið fjallar um málið:

Upp­haf þess­ar­ar þátt­araðar, sem verið hef­ur í þróun í nokk­ur ár, má rekja til rann­sókn­ar­vinnu þeirra  Nínu Dagg­ar Fil­ipp­us­dótt­ur og Unn­ar Asp­ar Stef­áns­dótt­ur sem heim­sóttu fanga og fanga­verði í kvennafang­elsið í Kópa­vogi á sín­um tíma, en um er að ræða fjöl­skyldu­sögu úr ís­lensk­um sam­tíma.

Í sög­unni kynn­ist áhorf­and­inn Lindu en líf henn­ar hryn­ur þegar hún er færð í kvennafang­elsi í Kópa­vogi eft­ir að hafa ráðist á föður sinn, þekkt­an mann úr viðskipta­líf­inu og veitt hon­um lífs­hættu­lega áverka. Í fang­els­inu hitt­ir Linda fyr­ir aðrar kon­ur sem hafa farið út af spor­inu í líf­inu, mis­h­arðnaða glæpa­menn sem all­ar hafa sögu að segja úr heimi grimmd­ar og of­beld­is.

Með hand­rit fara Mar­grét Örn­ólfs­dótt­ir og Ragn­ar Braga­son og mun Ragn­ar einnig leik­stýra serí­unni. Fram­leiðslu­fyr­ir­tæk­in Mystery Producti­ons og Vest­urport sjá um fram­leiðslu þátt­ana í um­sjón þeirra Árna Fil­ipp­us­son­ar og Davíðs Óskars Ólafs­son­ar og er RÚV meðfram­leiðandi.

Sjá nánar hér: Íslenskir „Fangar“ ferðast víða – mbl.is

Klapptré
Klapptré er sjálfstæður miðill sem birtir fréttir, viðhorf, gagnrýni og tölulegar upplýsingar um íslenska kvikmynda- og sjónvarpsbransann. Ritstjóri og ábyrgðarmaður er Ásgrímur Sverrisson.

NÝJUSTU FÆRSLUR

Framsókn vill hækka endurgreiðslur í 35% og tífalda veltu

Stór tæki­færi fel­ast í því að styðja enn frek­ar við kvik­mynda­gerð í land­inu og hækka end­ur­greiðslur af fram­leiðslu­kostnaði í 35% líkt og gert er í lönd­um sem keppa við Ísland um verk­efni, segir Sig­urður Ingi Jó­hanns­son, sam­gönguráðherra og formaður Fram­sókn­ar­flokks­ins.

Íslendingar að verða undir í samkeppni um þjónustuverkefni

Leifur B. Dagfinnsson hjá Truenorth segir í viðtali við Fréttablaðið að mörg stór verkefni hafi runnið Íslandi úr greipum undanfarið og að stjórnvöld hafi ekki gert nauðsynlegar breytingar til þess að tryggja samkeppnishæfni landsins. Íslendingar séu að verða undir í alþjóðlegri samkeppni um stór kvikmyndaverkefni út af lágri endurgreiðslu íslenskra stjórnvalda til kvikmyndaframleiðenda.

Wonder Woman, Ísland og framtíðin

Warner Bros. hefur tilkynnt að Wonder Woman 1984 verði frumsýnd samtímis í kvikmyndahúsum og á streymisveitu þeirra, HBO Max, þann 25. desember næstkomandi. Þetta eru enn ein tímamótin í sögu kvikmyndanna sem heimsfaraldurinn hefur ýtt undir. Hvað gæti þetta þýtt fyrir íslenskar kvikmyndir?

Netflix, RÚV og ZDF á bakvið ÓFÆRÐ 3

Netflix, RÚV og ZDF, ein stærsta sjónvarpsstöð Þýskalands, koma að framleiðslu þriðju syrpu þáttaraðarinnar Ófærð, sem nú kallast Entrapped. Tökur standa yfir.