HeimEfnisorðNRK

NRK

Norrænu sjónvarpsstöðvarnar útvíkka samstarf um stóraukna framleiðslu á leiknu sjónvarpsefni

Norrænu sjónvarpsstöðvarnar DR, NRK, RÚV, SVT og YLE hafa sammælst um nýja áætlun sem lýtur að auknum gagnkvæmum skiptum í formi samframleiðslu og sýninga á leiknu sjónvarpsefni. Útvarpsstjórar norrænu sjónvarpsstöðvanna undirrituðu samkomulagið á fundi sínum í Stokkhólmi í gær, fimmtudag. 

Þáttaröðin „Flateyjargáta“ verður sýnd á öllum Norðurlöndunum

Allar norrænu ríkissjónvarpsstöðvarnar YLE, SVT, NRK og DR hafa samið við Sagafilm, Reykjavík Films og RÚV um sýningarrétt á fjögurra þátta röð sem byggð er á metsölubók Viktors Arnars Ingólfssonar, Flateyjargátu.

Þáttaröðin „Fangar“ verður sýnd á öllum Norðurlöndunum og víðar

Sjón­varpsþáttaröðin Fang­ar verður sýnd á öllum ríkissjónvarpsstöðum Norður­landanna, DR í Dan­mörku, NRK í Nor­egi, SVT í Svíþjóð og YLE í Finn­landi auk RÚV á Íslandi. Þá hefur hún einnig verið seld til Canal+ í Póllandi. Sölu­fyr­ir­tækið Global Screen annast sölu á alþjóðlegum vettvangi, en tökur á þáttaröðinni hefjast á vormánuðum undir stjórn Ragnars Bragasonar.
spot_imgspot_img

NÝJUSTU FÆRSLUR