Jóhann Jóhannsson er tilnefndur í annað sinn til Golden Globe verðlaunanna, nú fyrir tónlist í kvikmyndinni Arrival eftir Denis Villeneuve.
Tónlistin úr kvikmyndunum Moonlight, La La Land, Lion og Hidden Figures er einnig tilnefnd.
Jóhann hlaut Golden Globe verðlaunin í fyrra, fyrstur Íslendinga, fyrir tónlist sína í kvikmyndinni The Theory of Everything.