Jóhann Jóhannsson semur tónlist við mynd Denis Villeneuve „Story of Your Life“

Jóhann Jóhannsson með Golden Globe verðlaunin í hendi.
Jóhann Jóhannsson með Golden Globe verðlaunin í hendi.

Golden-Globe tónskáldið Jóhann Jóhannsson mun vinna í þriðja sinn með kanadíska leikstjóranum Denis Villeneuve við mynd hans Story of Your Life. Hann hefur áður samið tónlistina við Prisoners og Sicario sem frumsýnd var í Bandaríkjunum um helgina.

Með aðalhlutverkin fara Amy Adams, Jeremy Renner, Forest Whitaker og Michael Stuhlbarg. Myndin fjallar um tungumálasérfræðing sem ráðinn er af bandaríska hernum til að komast að því hvort geimverur sem lent hafa víða á jörðinni komi með friði eður ei.

Myndin kemur út á næsta ári og verður dreift af Paramount Pictures.

Þess má og geta að Jóhann vinnur einnig að tónlist sjónvarpsþáttaraðarinnar Ófærð.

Sjá nánar hér: Johann Johannsson to Score Denis Villeneuve’s ‘Story of Your Life’ | Film Music Reporter

Klapptré
Klapptré
Klapptré er sjálfstæður miðill sem birtir fréttir, viðhorf, gagnrýni og tölulegar upplýsingar um íslenska kvikmynda- og sjónvarpsbransann. Ritstjóri er Ásgrímur Sverrisson.

TENGT EFNI

NÝJUSTU FÆRSLUR