spot_img

Tónlist Hildar Guðnadóttur við „Joker“ á stuttlista til Óskarsverðlauna, Fríða Aradóttir og Heba Þórisdóttir einnig á stuttlista fyrir hár og förðun

Hildur Guðnadóttir tekur við verðlaunum fyrir tónlist sína í þáttunum Chernobyl á World Sountrack Awards 2019.

Stuttlistar tilnefninga til Óskarsverðlauna hafa verið opinberaðir og á stuttlista fyrir bestu tónlist er meðal annars að finna skor Hildar Guðnadóttur fyrir kvikmyndina Joker. Þá er Fríðu Aradóttur og Hebu Þórisdóttur einnig að finna á stuttlista fyrir hár og förðun, sú fyrrnefnda fyrir Little Women og sú síðarnefnda fyrir Once Upon a Time… in Hollywood, en báðar hafa starfað í bandarískum kvikmyndaiðnaði um árabil.

Endanlegar tilnefningar verða síðan kynntar um miðjan janúar.

Sjá nánar hér: Academy Reveals Oscars Shortlist for 9 Categories – Variety

Klapptré
Klapptré
Klapptré er sjálfstæður miðill sem birtir fréttir, viðhorf, gagnrýni og tölulegar upplýsingar um íslenska kvikmynda- og sjónvarpsbransann. Ritstjóri er Ásgrímur Sverrisson.

TENGT EFNI

NÝJUSTU FÆRSLUR