Stuttmyndin „Kanarí“ tilnefnd til Vimeo verðlauna, horfðu á myndina hér

Stuttmyndin Kanarí eftir Erlend Sveinsson hlaut á dögunum tilnefningu sem besta dramamynd ársins á streymisveitunni Vimeo. Myndin hlaut Vimeo Staff Pick verðlaunin á kvikmyndahátíðinni í Aspen og hefur verið aðgengileg á Vimeo síðan í apríl, með yfir 120 þúsund spilanir.

Stuttmyndin var útskriftarmynd Erlendar úr Columbia University og hefur verið sýnd á kvikmyndahátíðum víðsvegar um heiminn. Með aðalhlutverk fara Vivian Ólafsdóttir og Snorri Engilbertsson. Verðlaunaafhendingin fer fram í New York þann 11. janúar, en meðal dómnefndarmeðlima eru leikararnir Alec Baldwin og Oscar Isaac.

Hér má lesa fróðlegt viðtal við Erlend þar sem hann segir frá gerð myndarinnar.

Erlendur er þessa stundina staddur á fjármögnunarráðstefnu á Les Arcs hátíðinni í Frakklandi þar sem hann undirbýr sýna fyrstu mynd í fullri lengd.

Myndina, sem er um 13 mínútur að lengd, má skoða hér að neðan.

Klapptré
Klapptré
Klapptré er sjálfstæður miðill sem birtir fréttir, viðhorf, gagnrýni og tölulegar upplýsingar um íslenska kvikmynda- og sjónvarpsbransann. Ritstjóri er Ásgrímur Sverrisson.

TENGT EFNI

NÝJUSTU FÆRSLUR