Hildur Guðnadóttir fær Óskarsverðlaun fyrir tónlistina í JOKER

Hildur Guðnadóttir tekur á móti Óskarsverðlaunum fyrir tónlistina í Joker 9. febrúar 2020.

Hildur Guðnadóttir hlaut Óskarsverðlaun fyrir tónlist sína í kvikmyndinni Joker eftir Todd Phillips. Verðlaunaafhendingin fór fram í nótt að íslenskum tíma. Hildur er fyrsti Íslendingurinn sem hlýtur Óskarsverðlaun.

Hildur hefur notið einstakrar velgengni á verðlaunahátíðum undanfarna mánuði en frá september síðastliðnum hefur hún fengið Emmy verðlaun (fyrir Chernobyl), Golden Globe verðlaunin (Joker), Grammy verðlaun (Chernobyl), BAFTA verðlaun (Joker) og loks Óskar.

Í þakkarræðu sinni hvatti Hildur allar þær konur sem finndu tónlistina óma innra með sér að hlusta á hjartað og láta í sér heyra því heimurinn þyrfti á þeim að halda.

Hildur er jafnframt fyrsta konan til að fá Óskar fyrir tónlist í 23 ár, en 1997 hlaut breska tónskáldið Anne Dudley verðlaunin fyrir The Full Monty. Árið áður annað breskt tónskáld, Rachel Portman, fengið Óskarinn fyrir tónlistina í kvikmyndinni Emma.

Klapptré
Klapptré
Klapptré er sjálfstæður miðill sem birtir fréttir, viðhorf, gagnrýni og tölulegar upplýsingar um íslenska kvikmynda- og sjónvarpsbransann. Ritstjóri er Ásgrímur Sverrisson.

TENGT EFNI

NÝJUSTU FÆRSLUR