Heim Viðtöl "Eins og litl­ir strák­ar í Disney-landi"

„Eins og litl­ir strák­ar í Disney-landi“

-

Birkir Blær Ingólfsson og Jónas Margeir Ingólfsson handritshöfundar (mynd mbl.is/Ásdís)

Morgunblaðið ræðir við Birki Blæ Ingólfsson og Jónas Margeir Ingólfsson sem hafa skrifað handrit að tveimur dramatískum nýjum sjónvarpsseríum, Ísalög (Thin Ice) og Ráðherranum, en báðar verða sýndar á þessu ári.

Ásdís Ásgeirsdóttir blaðamaður tekur viðtalið og þar kemur meðal annars þetta fram:

Það var svo í sam­vinnu við vin­konu þeirra, fjöl­miðlakon­una Björgu Magnús­dótt­ur, að þeir hófu skrif á stjórn­málaseríu.
„Þá kviknaði sú hug­mynd hjá okk­ur að gera dramaseríu um for­sæt­is­ráðherra með geðhvörf. Þetta var á sama tíma og ég var að skrifa meist­ara­rit­gerð mína í lög­fræði. Ég hef aldrei skrifað neitt leiðin­legra en þess­ar 120 blaðsíður um lög­sögu­mörk ríkja á in­ter­net­inu,“ seg­ir Jón­as og hlær.

„Við viss­um ekk­ert hvað yrði úr þessu, þetta var bara hug­mynd, en það opnaðist þarna nýr heim­ur og ég upp­götvaði að það gæti verið gam­an að skrifa. Þá varð ekki aft­ur snúið,“ seg­ir Jón­as.
„Við fór­um svo með hug­mynd­ina til Sagafilm sem tók vel í þetta. Síðan eru liðin mörg ár og Ráðherr­ann er að fara í loftið núna í haust,“ seg­ir hann.

Eins og litl­ir strák­ar í Disney

Eft­ir að skrif­um á Ráðherr­an­um lauk voru Jón­as og Birk­ir beðnir um að stíga inn í hand­rits­gerð að hinni sænsk-ís­lensku seríu sem kem­ur fyr­ir sjón­ir ís­lenskra áhorf­enda um miðjan fe­brú­ar.

„Þetta verk­efni er búið að vera í gangi í sex, sjö ár en við höf­um verið með í þrjú ár. Það byrjaði á því að hin þekkta sænska stjarna, Lena Endre, vildi vinna með fram­leiðand­an­um Sör­en Stærmose hjá fyr­ir­tæki sem heit­ir Yellowbird. Þau vildu fjalla um hlýn­un jarðar í seríu. Svo tóku nokkr­ir höf­und­ar snún­ing á hug­mynd­inni en gáf­ust upp og að lok­um endaði hand­ritið inni hjá Jó­hanni Ævari Gríms­syni hjá Sagafilm, sem hring­ir þá í okk­ur,“ seg­ir Jón­as.

Þeir út­skýra að ásamt Jó­hanni Ævari hafi þeir sest niður og byrjað svo gott sem frá grunni á sög­unni.

„Það var rosa skemmti­legt. Við vor­um líka „star-struck“. Þarna voru sænsk­ar stór­stjörn­ur að koma að heilsa okk­ur og við fór­um bara í kleinu. Þá vor­um við bún­ir að reyna að skrifa hand­rit í fimm, sex ár og aldrei komið á sett! Við vor­um eins og litl­ir strák­ar í Disney-landi og allt í einu vildi Mikki Mús vera vin­ur okk­ar!“ seg­ir Jón­as.

Sjá nánar hér: Tvö þrjóskufull kvíðabúnt

Klapptré
Klapptré er sjálfstæður miðill sem birtir fréttir, viðhorf, gagnrýni og tölulegar upplýsingar um íslenska kvikmynda- og sjónvarpsbransann. Ritstjóri og ábyrgðarmaður er Ásgrímur Sverrisson.

NÝJUSTU FÆRSLUR

Ástralska útgáfan af HRÚTUM gerir það gott í heimalandinu, Sam Neill tilnefndur sem besti leikari í aðalhlutverki

Rams, ástralska útgáfan af Hrútum Gríms Hákonarsonar með Sam Neill í aðalhlutverki, er að gera það gott í kvikmyndahúsum Ástralíu þessa dagana. Myndin opnaði í efsta sæti og hefur nú verið sýnd í fimm vikur við miklar vinsældir.

Stiklur þriggja væntanlegra heimildamynda, SÓLVEIG MÍN, HÆKKUM RÁNA og THE AMAZING TRUTH ABOUT DADDY GREEN

IDFA heimildamyndahátíðin sem nú stendur yfir, hefur birt stiklu þar sem þrjár væntanlegar íslenskar heimildamyndir eru kynntar, Sólveig mín eftir Körnu Sigurðardóttur og Claire Lemaire Anspach, Hækkum rána eftir Guðjón Ragnarsson og The Amazing Truth about Daddy Green eftir Olaf de Fleur. Stikluna má skoða hér.