spot_img
HeimVerk í vinnsluÖnnur syrpa RÁÐHERRANS í uppsiglingu

Önnur syrpa RÁÐHERRANS í uppsiglingu

-

Önnur syrpa þáttaraðarinnar Ráðherrann er í undirbúningi. RÚV og norrænu almannastöðvarnar munu sýna þættina.

Cineflix Rights í London mun selja þættina sem verða átta, á heimsvísu. Viaplay hefur tryggt sér sýningarrétt í Bretlandi og Þýskalandi.

Ólafur Darri Ólafsson fer með aðalhlutverkið, forsætisráðherra sem glímir við geðrænan vanda. Anita Briem fer með hlutverk Steinunnar, konunnar á bakvið manninn.

Arnór Pálmi Arnarson mun leikstýra þáttunum ásamt Katrínu Björgvinsdóttur. Birkir Blær Ingólfsson og Jónas Margeir Ingólfsson skrifa handrit. Framleiðandi er Hlín Jóhannesdóttir fyrir Sagafilm, en yfirframleiðendur eru Kjartan Þór Þórðarson, Hilmar Sigurðsson, Ragnar Agnarsson og Ólafur Darri Ólafsson.

HEIMILDC21 Media
Klapptré
Klapptré
Klapptré er sjálfstæður miðill sem birtir fréttir, viðhorf, gagnrýni og tölulegar upplýsingar um íslenska kvikmynda- og sjónvarpsbransann. Ritstjóri er Ásgrímur Sverrisson.

ÞAÐ NÝJASTA Á KLAPPTRÉ

Fáðu nýjasta efnið á Klapptré í pósthólfið þitt tvisvar í viku, á mánudögum og fimmtudögum.

Þú getur afskráð þig hvenær sem er.

NÝJUSTU FÆRSLUR