spot_img

[Stikla, plakat] ÓRÁÐ væntanleg 31. mars

Hrollvekjan Óráð, fyrsta bíómynd Arrós Stefánssonar, er væntanleg í bíó 31. mars. Stikla myndarinnar er komin út.

Arró bjó um árabil í Japan og vann þar við gerð sjónvarpsþátta, auglýsinga og kvikmynda sem tökumaður. Heima hefur hann verið tökumaður á fjölmörgum auglýsingum og tónlistarmyndböndum og einnig unnið þætti fyrir Stöð 2, Steindann okkar 3, Hreinan skjöld, Steypustöðina og fleira.

Ill öfl ásækja Inga, ungan heimilisföður, í kjölfar þess að hann finnur dularfullt skrín í Airbnb íbúð á hans vegum þar sem leigjandi framdi sjálfsmorð. Dularfullir hlutir fara að gerast þegar Ingi reynir að púsla saman fortíð mannsins á sama tíma og hann forðast að gera upp sína eigin.

Arró leikstýrir og skrifar handrit. Hann framleiðir einnig ásamt Arnari Benjamín Kristjánssyni, Claudia Grevsmuhl, Stefáni Lárusi Stefánssyni Guðrúnu Bryndísi Harðardóttur og Ólafi Darra Ólafssyni.

Með helstu hlutverk fara Hjörtur Jóhann Jónsson, Heiðdís Chadwick Hlynsdóttir, Guðmundur Ingi Þorvaldsson, Jóhann Sigurðarson, Kristbjörg Kjeld, Steinþór Hróar Steinþórsson og Anna Sigriður Fannarsdóttir.

Klapptré
Klapptré
Klapptré er sjálfstæður miðill sem birtir fréttir, viðhorf, gagnrýni og tölulegar upplýsingar um íslenska kvikmynda- og sjónvarpsbransann. Ritstjóri er Ásgrímur Sverrisson.

TENGT EFNI

NÝJUSTU FÆRSLUR