Ólafur Darri Ólafsson fer með aðalhlutverkið í þáttaröðinni Ráðherranum, sem verður tekin upp á næsta ári. Þar leikur Ólafur Darri óhefðbundinn stjórnmálamann sem verður forsætisráðherra Íslands, hvers ákvarðanir verða verða sífellt óvenjulegri eftir að hann tekur við embætti. Sagafilm framleiðir þættina sem hafa verið í þróun í nokkur ár.
Anna Svava Knútsdóttir, Arnór Pálmi Arnarson og Vignir Rafn Valþórsson vinna nú að handriti annarrar syrpu af þáttaröðinni Ligeglad. Áætlað er að tökur fari fram á næsta ári og er stefnan tekin á suður Evrópu. Fréttatíminn ræddi við Önnu Svövu.
Gamanþættirnir Ligeglad í leikstjórn Arnórs Pálma Arnarsonar, verða frumsýndir á RÚV á annan í páskum, þann 28. mars. Þættirnir, sem eru sex talsins segja frá ævintýrum leikkonunnar og uppistandarans Önnu Svövu Knútsdóttur í Danmörku ásamt söngvaranum Helga Björnssyni og leikaranum Vigni Rafni Valþórssyni.