Heim Fréttir Hildur Guðnadóttir hlýtur Emmy verðlaun fyrir tónlist sína í "Chernobyl"

Hildur Guðnadóttir hlýtur Emmy verðlaun fyrir tónlist sína í „Chernobyl“

-

Hildur Guðnadóttir tónskáld (MYND ANTJE TAIGA JANDRIG)

Tónskáldið Hildur Guðnadóttir hlaut Emmy verðlaun fyrir tónlist sína í stuttseríunni Chernobyl, en verðlaunin eru í flokki framúrskarandi frumsaminnar tónlistar.

Þættirnir voru frumsýndir á HBO-sjónvarpstöðinni í vor og fjölluðu um slysið sem varð í kjarnorkuverinu í Tsjernobyl í Úkraínu árið 1986.

Tónlist þáttanna er sögð bæði ómstríð, drungaleg og ægifögur og hefur hlotið mikið lof gagnrýnenda og almennings. Hildur segir að hvert einasta hljóð í tónlistinni komi úr kjarnorkuverinu og leitaði hún þá í kjarnorkuverið í Litháen þar sem þættirnir voru teknir upp fyrir innblástur og upptökur fyrir tónlist sína.

Hildur samdi einnig tónlistina við kvikmyndina Jókerinn sem hlaut Gullna ljónið á kvikmyndahátíðinni í Feneyjum sem fór fram frá 28. ágúst – 7. september. Verðlaunin voru aðalverðlaun hátíðarinnar sem er elsta kvikmyndahátíð í heimi og með þeim allra virtustu. Jókerinn er leikstýrð af Todd Phillips og með aðalhlutverk fer Joaquin Phoenix.

Hildur hefur fengið mikið lof gagnrýnenda fyrir tónlist sína í Jókernum þar sem meðal annars segir í The Hollywood Reporter: „Allt þetta verður enn þá myrkara vegna uggandi trega í tónlist Hildar Guðnadóttur sem umbreytist í drynjandi dramtík þegar óreiðan fer á yfirsnúning.“ Í viðtali við AP sagði Phoenix að tónlist Hildar hafi haft umtalsverð áhrif á þróun persónunnar og andrúmsloftið í kvikmyndinni, en hún byrjaði að semja tónlistina rétt eftir að hafa lesið handritið.

Hildi var nýverið boðið sæti í bandarísku kvikmyndaakademíunni auk þess sem hún hefur samið tónlist við kvikmyndir eins og Sicario: Day of the Soldat sem kom út árið 2018 og Tom of Finland frá árinu 2017. Þá vann Hildur Edduverðlaunin árið 2017 fyrir tónlist sína í kvikmyndinni Eiðurinneftir Baltasar Kormák og árið 2016 hlaut hún, ásamt þeim Jóhanni Jóhannsyni og Rutger Hoedemækers, Edduverðlaunin fyrir tónlistina í sjónvarpsþáttaröðinni Ófærð.

Sjá nánar hér: Hildur Guðnadóttir hlýtur Emmy verðlaun fyrir tónlist sína í Chernobyl

Klapptré
Klapptré er sjálfstæður miðill sem birtir fréttir, viðhorf, gagnrýni og tölulegar upplýsingar um íslenska kvikmynda- og sjónvarpsbransann. Ritstjóri og ábyrgðarmaður er Ásgrímur Sverrisson.

NÝJUSTU FÆRSLUR

AGNES JOY framlag Íslands til Óskarsverðlauna

Kvikmyndin Agnes Joy verður framlag Íslands til Óskarsverðlauna 2021. Myndin var valin af dómnefnd Íslensku kvikmynda- og sjónvarpsakademíunnar, en í henni í sátu fulltrúar helstu fagfélaga íslenska kvikmyndaiðnaðarins, auk fulltrúa kvikmyndahúsa, gagnrýnenda og Kvikmyndamiðstöðvar Íslands.

Framsókn vill hækka endurgreiðslur í 35% og tífalda veltu

Stór tæki­færi fel­ast í því að styðja enn frek­ar við kvik­mynda­gerð í land­inu og hækka end­ur­greiðslur af fram­leiðslu­kostnaði í 35% líkt og gert er í lönd­um sem keppa við Ísland um verk­efni, segir Sig­urður Ingi Jó­hanns­son, sam­gönguráðherra og formaður Fram­sókn­ar­flokks­ins.

Íslendingar að verða undir í samkeppni um þjónustuverkefni

Leifur B. Dagfinnsson hjá Truenorth segir í viðtali við Fréttablaðið að mörg stór verkefni hafi runnið Íslandi úr greipum undanfarið og að stjórnvöld hafi ekki gert nauðsynlegar breytingar til þess að tryggja samkeppnishæfni landsins. Íslendingar séu að verða undir í alþjóðlegri samkeppni um stór kvikmyndaverkefni út af lágri endurgreiðslu íslenskra stjórnvalda til kvikmyndaframleiðenda.